Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Síða 48
JÓN ÓSKAR fita hann, en gekk ekki. Síðan var hann skorinn eða réttara sagt opnað- ur og saumaður saman aftur, því það var ekkert hægt að gera, krabb- inn var kominn um allt, búinn að leggja undir sig lifrina. Læknirinn sagði föður mínum þó ekki frá því. En það þurfti ekkert að segja hon- um. Hann vissi að hann átti að deyja. Hann var á spítalanum í tæpa tvo mánuði og hélt áfram að horast eftir að hann var skorinn upp. Þegar ég kom til hans á spítalann, sagði hann við mig: Þú átt að verða verkfræðingur. Um leið voru þjóðir Evrópu að endurheimta frelsi sitt og jafnframt fóru að berast fregnir til þessarar fjarlægu veiðistöðvar af hryðjuverk- um nazista í styrjöldinni, af hroðalegri illverkum en nokkurn hér á norðurhjara hafði órað fyrir. Smátt og smátt voru að berast og birtast í blöðum myndir úr fangabúðum nazista, ógnvekjandi myndir af fólki sem hafði verið þrælkað og svelt og var nú einsog beinagrindur. Nú fékk heimurinn einnig að vita um skipulagða útrýmingu Gyðinga. Síðan kom sá dagur, að ég sótti föður minn á spítalann, því hann var útskrifaður, einsog það var kallað. Þegar ég fór með hann inn í lyftuna, tók ég eft ir því að hann var orð- inn horaðri en hann hafði nokkurntíma verið og hann var fölur og veiklulegur eftir spítalavistina. Við vorum fyrst í stað tveir einir í lyft- unni, en á næstu hæð fyrir neðan kom inn í hana ung hjúkrunarkona, rétt um tvítugt, ákaflega falleg og vel vaxin einsog grísk gyðja. Hún staðnæmdist í horninu við lyftudyrnar og fór að horfa á mig. Það var svo mikil ástúð í augnaráðinu að ég hugsaði: Hún veit að faðir minn er að deyja. Hún hlýtur að vinna á næstu hæð fyrir neðan, hugsaði ég, en ekki á skurðdeildinni þar sem faðir minn lá, því hún heilsar honum ekki, en hún getur samt vel hafa vitað um hann. Þessvegna er augnaráð hennar svona fullt af samúð. - En þó ég gæti ekki annað en litið undan þessu samúðarfulla augnaráði, gat ég ekki heldur stillt mig um að líta upp, þegar hún fór út úr lyftunni á næstu hæð fyrir neðan. Og þá sá ég hvað hún hafði fallega fætur. Hún var í brúnum silkisokkum sem féllu vel að fótleggjunum, en af þeim sökum kom fagurlega mjúklegt sköpulag kálfa hennar svo vel fram sem verða mátti. Slíkir silkisokkar voru þá eftirsóttir og hafa líklega verið fluttir inn frá Bandaríkjunum af því að hér var bandarískt herlið til verndar. Mér þóttu brúnir silkisokkar fallegastir. 46 www.mm.is TMM 1999:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.