Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 75
ERNEST HEMINGWAY
Rithöjundurinn
Stíll Hemingways hefur orðið mörgum hugstæður og ýmsir reynt að stæla
hann með ákaflega misjöfnum árangri. Þegar ég var í Sovétríkjunum árið
1966 var mér tjáð að Hemingway hefði verið helsta fyrirmynd sovéskra rit-
höfunda á fjórða áratug aldarinnar - áratugurinn reyndar kenndur við
hann. Vafalaust kemur þetta til af því að stíllinn er svo einfaldur og ofurljós.
En það hefur ævinlega viljað brenna við að effiröpuðir hafi ekki náð valdi á
þessum stílbrögðum, sem ekki ætti að koma á óvart. Stíll hvers höfundar á
rætur í sýn hans á lífinu og umhverfinu, innsæi hans og skilningi á mannlegri
tilveru. Þessvegna verður það allajafna klúður að apa eftir öðrum, því engir
tveir einstaklingar hafa sömu sjón eða sama viðhorf til lífsins.
Þó obbinn af verkum Hemingways eigi sér beinar hliðstæður í reynslu
hans sjálfs og stíll hans beri ákaflega sterk höfundareinkenni, þá hefur senni-
lega enginn höfundur til jafns við hann lagt sig ffam um að halda sj álfum sér •
utanvið frásögnina. Hann lét svo margt ósagt í sögum sínum að þær segja
miklu meira en maður heldur. Þær vinna einkanlega úr tilfmningum. „Ef
prósahöfundurinn veit nóg um það sem hann er að skrifa um, getur hann
sleppt hlutum sem hann veit um, og þá mun lesandinn, skrifi höfundurinn
sannleikanum samkvæmt, fá jafnsterka tilfmningu fyrir þeim einsog höf-
undurinn hefði sagt þá.“ Sögur hans áttu að vera eins óhrekjanlegar og blá-
kaldar staðreyndir, og hann hafði skömm á hverskyns uppgerð og
orðagjálfri. „Sama hversu góð setning eða líking er, ef hann [höfundurinn]
Castillo de Pamplana á Kúbu (1959).
TMM 1999:2 www.mm.is 73