Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 79
ERNEST HEMINGWAY
oddnefi í höfunum, laxa í ánum, konur í lífinu. Hann féll á eigin bragði. Með
dapurlegum stæl gerðist hann það sem einn aðdáandi hans, Edmund Wil-
son, nefndi ‘hinn falska eða athyglissjúka Hemingway’, þóttist opinberlega
hafa skömm á átroðningi fjölmiðla, en tók honum í raun með þökkum afþví
hann losaði hann undan þeirri þungbæru kvöð að leita að réttum orðum fyr-
ir innstu hræringar sálarinnar.
Um leið og Hemingway glataði lífsfjörinu varð hann veikur. Lifrin gaf sig,
hann fitnaði, sykursýkin ógnaði og hann varð leiður í lífinu. Líkams-
þrótturinn þvarr og andlegt atgervi minnkaði, en til hinstu stundar hélt
hann áfram að andæfa þeirri hrörnun holds og anda sem hann átti sjálfur svo
drjúgan þátt í að flýta fyrir, uns þar kom að honum varð andófið um megn.
Þá svipti hann sig lífi og staðfesti þarmeð þá djúpstæðu sannfæringu að
maðurinn ætti að hafa fullkomið vald bæði á lífi sínu og dauða.
Heimildir
A.E.Hotchner: Papa Hemingway, apersonal memoir. London 1966.
Carlos Baker: Ernest Hemingway: A Life Story. New York 1970.
David Hughes: Introduction to Short Stories by Ernest Hemingway. London 1986.
The Complete Short Stories of Ernest Hemingway. New York 1987.
Ernest Hemingway: Vopnin kvödd. Reykjavík 1941 og 1977.
—. Og sólin rennur upp. Reykjavík 1941.
—. Hverjum klukkan glymur. Reykjavík 1951 og 1980.
—. Gamli maðurinn og hafið. Akureyri 1954.
—. Veisla í farángrinum. Reykjavík 1988.
—. Satt viðfyrstu sýn. Reykjavík 1999.
TMM 1999:2
www.mm.is
77