Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 80
Ernest Hemingway
Gamall maður við brúna
Gamall maður með stálspangagleraugu og í ákaflega rykugum fötum
sat við vegbrúnina. Yfir ána var flotbrú og kerrur, trukkar, og karlar,
konur og börn voru að fara yfir hana. Kerrurnar, dregnar af múl-
dýrum, skjögruðu upp brattan bakkann frá brúnni og hermennirnir
hjálpuðu til við að koma þeim áleiðis með því að toga í hjólspælana.
Trukkarnir strituðu upp og óku burt frá öllusaman og bændurnir
drögnuðust áfram í ökkladjúpu moldarflaginu. En gamli maðurinn
sat þarna og hreyfði hvorki legg né lið. Hann var of þreyttur til að
halda áfram.
Hlutverk mitt var að fara yfir brúna, kanna brúarsporðinn íyrir
handan og komast á snoðir um hversu langt framsókn fjandmann-
anna væri komin. Þetta gerði ég og kom til baka yfir brúna. Þegar hér
var komið voru kerrurnar færri og mjög fátt um fótgangandi fólk, en
gamli maðurinn var enn á sínum stað.
„Hvaðan komstu?“ spurði ég hann.
„Frá San Carlos,“ sagði hann og brosti.
Þetta var fæðingarbær hans og það gladdi hann að nefna hann á
nafn og því brosti hann.
„Ég sá um skepnurnar,11 sagði hann
„Núú,“ sagði ég og skildi hann ekki fyllilega.
„Jú,“ sagði hann. „Ég varð eftir, þú skilur, til að sjá um skepnurnar.
Ég var sá síðasti sem yfirgaf bæinn okkar, San Carlos.“
Hann leit ekki út fyrir að vera fjárhirðir eða hjarðmaður og ég
horfði á svört rykug fötin og grátt rykugt andlitið og stálspangagler-
augun og sagði: „Hvaða skepnur voru það?“
„Ýmsar skepnur,“ sagði hann og hristi höfuðið. „Ég neyddist til að
fara frá þeim.“
Ég var að virða fyrir mér brúna og umhverfi Ebró-óseyranna sem
líktist Afríku og velta fyrir mér hve langt væri í að við sæjum óvininn,
78
www.mm.is
TMM 1999:2