Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 84
ERNEST HEMINGWAY
góðri vinnu og gæti komið til New York að hitta hana. Það varð að
samkomulagi að hann drykki ekki, og að hann kærði sig ekki um að
hitta vini sína eða nokkurn annan vestanhafs. Bara fínna sér atvinnu
og giftast. I lestinni frá Padúa til Mílanó varð þeim sundurorða vegna
þess að hún vildi ekki koma heim strax. Þegar þau urðu að skiljast, á
brautarstöðinni í Mílanó, kysstust þau í kveðjuskyni, en höfðu ekki
bundið enda á ósættið. Honum leið bölvanlega að kveðja hana
þannig.
Hann fór til Amríku á skipi frá Genúa. Luz fór aftur til Pordonone til
að opna spítala. Þar var einmanalegt og votviðrasamt og í borginni var
vistað herfylki frá Arditi. Meðan majór herfylkisins bjó í forugri og
votviðrasamri borginni hafði hann samfarir við Luz, og hún hafði
aldrei fyrr komist í kynni við ítali, og loks skrifaði hún til Bandaríkj-
anna að samband þeirra hefði einungis verið æskuævintýri. Henni
þótti þetta miður, og hún vissi að hann gæti sennilega ekki skilið það,
en mundi kannski einhverntíma fyrirgefa henni, og vera henni þakk-
látur, og hún gerði ráð fyrir, fullkomlega óvænt, að ganga í hjónaband
næsta vor. Hún elskaði hann einsog ævinlega, en hún gerði sér núna
grein fyrir að þetta væri bara æskuást. Hún vonaðist til að hann ætti
fyrir höndum glæsilegan feril, og hafði óbilandi trú á honum. Hún
vissi að þetta væri þeim fyrir bestu.
Majórinn gekk ekki að eiga hana um vorið, eða nokkurntíma síðar.
Luz fékk aldrei svar við bréfinu til Chicago þarsem hún greindi frá því.
Skömmu síðar fékk hann lekanda af sölustúlku úr stórverslun í mið-
borginni þegar þau óku í leigubíl gegnum Lincoln Park.
SigurðurA. Magnússon þýddi.
82
ww w. m m. is
TMM 1999:2
A