Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 93
HÆÐIR EINSOG HVÍTIR FÍLAR
„Hvað áttu við?“
„Mér stendur á sama um mig.“
„Nú, mér stendur ekki á sama um þig.“
„Ó jú. En mér stendur á sama um mig. Og ég skal gera það og síðan
verður allt í stakasta lagi.“
„Ég vil ekki að þú gerir það ef þér er þannig innanbrjósts.“
Stúlkan reis á fætur og rölti útað enda stöðvarinnar. Handan hennar
voru kornakrar og tré eftir endilöngum bökkunum á Ebró. í íjarska,
handanvið ána, voru íjöll. Skuggi af skýi þokaðist yfír kornakurinn og
hún sá ána milli trjánna.
„Og við gætum átt þetta alltsaman,“ sagði hún. „Og við gætum átt
allt og með hverjum degi gerum við það ómögulegra.“
„Hvað varstu að segja?“
„Ég sagði að við gætum átt allt.“
„Við getum átt allt.“
„Nei, það getum við ekki.“
„Við getum átt allan heiminn.“
„Nei, það getum við ekki.“
„Við getum farið hvert sem er.“
„Nei, það getum við ekki. Við eigum það ekki lengur.“
„Við eigum það.“
„Nei, við eigum það ekki. Og þegar þeir eru búnir að taka það burt,
fær maður það aldrei aftur.“
„En þeir eru ekki búnir að taka það burt.“
„Við sjáum nú hvað setur.“
„Komdu aftur inní skuggann,“ sagði hann. „Þú mátt ekki láta þér
líða svona.“
„Mér líður enganveginn,“ sagði stúlkan. „Ég veit bara mínu viti.“
„Ég vil ekki að þú gerir neitt sem þú vilt ekki sjálf-“
„Eða er ekki gott fyrir mig,“ sagði hún. „Ég veit það. Má ég fá annan
bjór.“
„Gott og vel. En þú verður að gera þér ljóst—“
„Ég geri mér ljóst,“ sagði stúlkan. „Gætum við kannski hætt að tala?“
Þau settust við borðið og stúlkan horfði til hæðanna handanvið
þurrlendi dalsins og maðurinn horfði á hana og á borðið.
„Þú verður að gera þér ljóst,“ sagði hann, „að ég vil ekki þú gerir það
TMM 1999:2
www.mm.is
91