Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Síða 94
ERNEST HEMINGWAY ef þú vilt það ekki. Ég er fullkomlega reiðubúinn að ganga í gegnum það með þér ef þér er það einhvers virði.“ „Er það þér ekki neins virði? Okkur gæti komið svo vel saman.“ „Auðvitað er það mér mikils virði. En ég vil engan nema þig. Ég vil ekki neinn annan. Og ég veit að það er fjarskalega einfalt.“ „Já, þú veist að það er fjarskalega einfalt.“ „Þú getur sagt hvað sem þú vilt, en ég veit það nú samt.“ „Mundirðu vilja gera dálítið fyrir mig núna?“ „Ég mundi gera hvað sem er fyrir þig.“ „Mundirðu vilja vera svo voða voða voða voða voða voða góður að hætta að tala?“ Hann sagði ekki neitt en leit á ferðatöskurnar uppvið stöðvarvegg- inn. Á þeim voru merkimiðar frá öllum gististöðunum þarsem þau höfðu haft náttból. „En ég vil ekki að þú gerir það,“ sagði hann. „Mér stendur hjartan- lega á sama um það.“ „Ég fer að öskra,“ sagði stúlkan. Konan kom út gegnum tjaldið með tvö bjórglös og setti þau á raka flókalappana. „Lestin kemur eftir fimm mínútur,“ sagði hún. „Hvað sagði hún?“ spurði stúlkan. „Að lestin komi eftir fimm mínútur.“ Stúlkan brosti breitt til konunnar í þakklætisskyni. „Það er best ég fari með töskurnar útá hinn brautarpallinn,“ sagði maðurinn. Hún brosti til hans. „Gott og vel. Komdu svo aftur og við ljúkum við bjórinn.“ Hann greip báðar þungu ferðatöskurnar og bar þær kringum stöðv- arhúsið yfirá hinn brautarpallinn. Hann horfði uppeftir teinunum en kom ekki auga á lestina. Á leiðinni til baka fór hann gegnum barinn þarsem fólk var að drekka og bíða eftir lestinni. Hann fékk sér Anis við barskenkinn og virti fyrir sér fólkið. Það var allt að bíða eftir lestinni af góðum og gildum ástæðum. Hann fór út gegnum stönglatjaldið. Hún sat við borðið og brosti til hans. „Líður þér betur?“ spurði hann. „Mér líður prýðilega,“ sagði hún. „Það amar ekkert að mér. Mér líð- ur prýðilega.“ SigurðurA. Magnússon þýddi. 92 www.mm.is TMM 1999:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.