Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 98
ÖRN ÓLAFSSON frá norskum hringjara sem fer niður um gjárop í fjalli ofan við Björgvin. Eftir langt klifur fellur hann niður á jarðhnött sem svífur inni í okkar jörð. Og þar kynnist hann þjóðfélögum ýmissa furðuvera, fyrst trjáa, síðar einfætlinga með sellóstreng eftir sér endilöngum, tígrísdýra, o.fl. Eins og í Ferðum Gullivers furðar sögumaður sig á ýmiskonar hindurvitnum og ósiðum inn- fæddra, sem glöggt að gáð minna þó mikið á hjátrú og ýmiskonar ranglæti í Vestur-Evrópu samtímans. íslenskar fornsögur áttu sér ffamhald allt fram á 19. öld í riddarasögum. En fyrstu íslensku skáldsögurnar með nútímasniði eru frá seinni hluta 18. aldar. Og þær eru greinilega afsprengi fyrrnefndra tveggja enskra skáldsagna, hver með sínum hætti. Eins og alkunna er, réði Hólabiskup einu prentsmiðju landsins allt frá upphafi prentaldar hérlendis á miðri 16. öld fram til ársins 1773, að Hrapps- eyjarprent var stofnað. Og sú einokunaraðstaða var skefjalaust notuð, í meira en tvær aldir var nær einvörðungu prentað ýmiskonar guðsorð á ís- lensku. Helsta undantekningin voru fáeinar fornsögur undir lok 17. aldar, þegar prentsmiðjan fluttist um hríð til Skálholts. En um miðja 18. öld voru miklar birgðir af hverskyns guðsorðabókum til í Hólaprenti, og seldust lítt. Til þess nú að nýta prentsmiðjuna og reyna að ná inn einhverjum tekjum ákvað ráðsmaður að prenta saman í bók tvær skáldsögur1, þetta var nú sú bókmenntagrein sem þá fór sigurför um Evrópu. Og þessar fyrstu nútíma- skáldsögur sem birtust á íslensku, saman í bók, hétu Gústaf Landcron og Berthold enski. Þetta eru stælingar á Róbinson Krúsó, enn kristilegri en sú saga, þýddar úr dönsku, prentaðar á Hólum 1756. M. a. eftir þeim var samin einhvern tíma á næstu tveimur áratugum Parmes saga loðinbjarnar, sem er talin elst frumsaminna íslenskra skáldsagna, og var fyrst prentuð 1884. Um hana hefur Árni Kristjánsson Qallað rækilega í grein 1944. Þá gat hann raun- ar ekki lokið rannsóknum sínum á sögunni, því íslensk handritasöfn voru í öryggisgeymslu úti á landi á stríðsárunum. Því miður virðist enginn hafa lokið þeim rannsóknum á þeirri hálfu öld sem handritin hafa verið aðgengi- leg síðan. í Næstar á eftir Parmessögu komu tvær sögur eftir Eirík Laxdal. (1743-1816). Hann gekk á skóla á Hólum fáeinum árum eftir að fyrrnefndar skáldsögur birtust þar, en á Kaupmannahafnarháskóla 1770, hrökklaðist þaðan vegna ósamkomulags, og var í danska sjóhernum eitthvað á annað ár, en fluttist til íslands 1775, var á flækingi mörg síðustu ár sín. Þar samdi hann síðan sögur sínar. Þær heita Ólandssaga (þ.e. Útópía) og Ólafssaga Þórhallasonar. Hvor 96 www.mm.is TMM 1999:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.