Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 109
TVEIR VINIR - En á eyjunni okkar! Frönsku framvarðarsveitirnar eru hjá Colombes. Ég þekki Dumoulin ofursta; okkur verður auðvitað leyft að fara í gegn. Morissot andvarpaði af löngun til að fara. „Þetta er þá fastmælum bundið. Ég slæ til“. Þeir skildu til þess að ná í veiðibúnaðinn . Stundu síðar gengu þeir hlið við hlið á aðalveginum og komu rétt á eftir að einbýlishúsinu sem ofurstinn notaði sem bækistöð. Hann brosti að bón þeirra og samþykkti þessa hugaróra. Þeir héldu aftur af stað fótgangandi með fararleyfið upp á vasann. Brátt fóru þeir framhjá framvarðarsveitunum og í gegnum Colombes sem var auð og yfirgefín og komust að mörkum vínviðar- ekranna í brekkunni sem liggur niður að Signu. Klukkan var um ell- efu. Hinum megin árinnar var þorpið Argenteuil. Það virtist autt og yf- irgefið, en hæðirnar við Orgemont og Sannois setja þarna mestan svip á landið. Sléttan mikla sem nær alla leið til Nanterre var algerlega auð með nakin kirsuberjatré og gráleita jörð. Sauvage benti á hæðirnar og sagði í lágum hljóðum: „Prússarnir eru þarna uppfrá“. Einhver órói lamaði vinina þar sem þeir stóðu fyrir framan þetta yfirgefna landssvæði. „Prússarnir!“ Þeir höfðu aldrei orðið varir við þá, en mánuðum saman höfðu þeir vitað af þeim umhverfis París, þar sem þeir jöfnuðu Frakkland við jörðu, rændu og rupluðu, frömdu fjöldamorð, sveltu fólk, ósýnilegir og allsráðandi. Þeir voru eins konar kynngimögnuð skelfmg, sem kom í ofanálag við það hatur sem Frakkar höfðu á þessari óþekktu og sigursælu þjóð. Morissot sagði lágróma: „Hvað nú ef við myndum rekast á þá?“ Sauvage svaraði með gálgahúmor sem er einkennandi fyrir Parísar- búa, og kom nú þrátt fýrir allt í ljós: „Við bjóðum þeim steiktan fisk!“ En þeir hikuðu við að hætta sér út á bersvæðið. Þögnin allt um kring skaut þeim skelk í bringu. Loks tók Sauvage af skarið: „Höldum af stað, en varlega11. Og þeir gengu niður eftir vínekru sem lá í sveig eftir dálitlum hjalla og höfðu vínviðarrunnana til að skýla sér, skimuðu allt um kring og lögðu við eyrun. Til þess að komast niður að ánni varð að fara stuttan spöl yfir ber- TMM 1999:2 www.mm.is 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.