Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 111
TVEIR VINIR
yfir stríði“. Morissot svaraði um hæl: „Á tímum konungsstjórnar eru
styrjaldir háðar utan lands, en þegar lýðveldisstjórn er við völd er
stríðið hérna heima fyrir.“
I rólegheitum fóru þeir svo að rabba saman um hvernig ætti að leysa
stórpólitísk vandamál með heilbrigðri skynsemi friðsamra og venju-
legra borgara. Þeir urðu ásáttir um að menn yrðu aldrei frjálsir og öðr-
um óháðir.
Frá Valerien-hæðinni heyrðust látlausar þórdunur, fallbyssukúl-
urnar jöfnuðu frönsk hús við jörðu, krömdu og deyddu lifandi verur,
bundu enda á drauma, ánægjustundir sem menn biðu, þráða ham-
ingju, tættu hjörtu kvenna, hjörtu unnusta, hjörtu mæðra í öðrum
löndum hinum megin víglínunnar. Þetta voru þjáningar sem ætluðu
aldrei að taka enda.
„Þannig er lífið,“ sagði Sauvage.
„Segðu heldur að þannig sé dauðinn,“ sagði Morissot og hló við.
En þeir titruðu, lamaðir af skelfingu, þegar þeir fundu að það var geng-
ið þungum skrefum fyrir aftan þá. Og þegar þeir litu upp sáu þeir fjóra
menn sem stóðu við bakið á þeim, fjóra fíleflda menn, vopnaða og skeggj-
aða; þeir voru klæddir eins og þjónar og á höfðinu höfðu þeir kaskeiti,
með slétt der, sem voru bundin undir kverk og bar við byssuhlaupin.
Færin runnu úr höndum þeirra og rak niður fljótið.
Á nokkrum sekúndum voru þeir teknir, bundnir saman, kastað
ofan í bát og fluttir yfir á eyjuna.
Bak við húsið sem þeir héldu að væri yfirgefið sáu þeir um 20 þýska
hermenn.
Maður sem minnti á loðinn risa sat klofvega á stól , reykti stóra
postulínspípu og spurði á ágætri frönsku: „Jæja, herrar mínir, voruð
þið að fáyann?“
Hermaður, sem hafði haft þá fyrirhyggju að taka netpokann, fullan
af fiski, með í bátinn, setti hann um leið við fætur liðsforingjans.
Prússinn brosti: „Nú, jæja, ég sé að þetta hefur ekki verið svo slæmt.
En málið snýst nú um annað. Hlustið á mig og látið ykkur ekki
bregða“.
„í mínum augum eruð þið tveir njósnarar sem eruð sendir til að
hafa gætur á mér. Ég tekykkur fasta og ég ætla að skjóta ykkur. Þið þyk-
ist vera að veiða til þess að breiða yfir ætlunarverk ykkar. Þið eruð
fallnir í mínar hendur, því miður fyrir ykkur, en þannig er nú stríðið.“
TMM 1999:2
www. m m. is
109