Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 113
TVEIR VINIR
Sauvage svaraði: „Vertu sæll, herra Morissot“. Þeir tókust í hendur
og um þá fór skjálffi, sem þeir réðu ekki við.
Liðsforinginn hrópaði: „Skjótið!“
Tólf byssuskotin hljómuðu sem eitt skot.
Sauvage féll með öllum sínum þunga á grúfu. Morissot sem var
stærri, titraði, riðaði til falls og skall þvert yfir félaga sinn, ásjónan vissi
upp, blóðið spýttist í gegnum treyjuna, sem var sundurtætt á brjóst-
inu.
Þjóðverjinn gaf nýjar fýrirskipanir.
Menn hans dreifðust, en þeir komu brátt aftur með snæri og steina,
sem þeir bundu við fætur þeirra föllnu og báru þá síðan fram á ár-
bakkann.
Ekkert lát var á fallbyssudrununum frá Valerien-hæðinni, sem var
nú hulin fjallháu reykskýi.
Tveir hermenn lyftu upp líki Morissots, annar tók undir höfuðið, en
hinn undir fæturna, aðrir tveir tóku á sama hátt upp lík Sauvages.
Þeir sveifluðu líkunum kröftuglega fram og aftur og þeyttu þeim
langt út yfir fljótið. Þau svifu í boga og féllu lóðrétt niður í strauminn,
steinarnir drógu fæturna fyrst.
Það gaus upp vatnsstrókur, bullandi loftbólur og gárur, síðan varð
allt slétt og litlar öldur gáruðu fljótið í átt að árbökkunum.
Vatnið varð aðeins blóðlitað.
Liðsforinginn, sem hafði ekki sýnt nein svipbrigði allan tímann
sagði í lágum hljóðum: „Þá eru það fiskarnir sem taka við.“
Síðan gekk hann affur í átt að húsinu.
Allt í einu sá hann netpokann í grasinu með fiskunum í. Hann tók
upp pokann, athugaði hann, brosti og öskraði: „Wilhem!“
Hermaður með hvíta svuntu kom hlaupandi.
Prússinn henti veiði Frakkanna í hermanninn og sagði í skipunartóni:
„Steiktu strax fyrir mig þessi fiskkvikindi á meðan þau eru ennþá lif-
andi. Þá er fiskurinn svo ljúffengur.“
Síðan fór hann aftur að reykja pípuna sína.
Guðjón Ármann Eyjólfsson þýddi.
111
TMM 1999:2
www.mm.is