Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 118
HERMANN STEFÁNSSON
hann hvarf á vit óhlutbundinnar myndlistar stefnir ævinlega að
íslands ströndum.2
Það er óhætt að andmæla Andrési. Hallgrímur var tæplega svo mikill sveita-
drengur, í það minnsta enginn einfeldningur og daður hans við óhlut-
bundna myndlist var ef að líkum lætur ekki jaíh skammvinnt og grunnt og
Andrés vill vera láta.3
Hannes Sigurðsson tekur annan pól í hæðina í grein sinni, „fslenskun
landslagsmálverksins" en þar er fjallað lítillega um Hallgrím, sérkennilega
þróun myndlistar hans og það litla sem hefur verið skrifað um hana.
Þá má benda á umfjöllun Andrésar Örnólfssonar um verk Hallgríms
Alfreðssonar sem hann telur „sprottin úr íslenzku landslagi“. Andrés
virðist álíta að Hallgrímur hafi sótt verk sín tilbúin út í íslenska
náttúru en eitt af því fáa sem vitað er um þennan sérkennilega
alþýðulistamann er að lungann úr ævi sinni var hann á ferðalögum
um heiminn. Raunar er fátt sem bendir til annars en að verkin á einu
sýningunni sem hann hélt um dagana, að Laugavegi 1 árið 1907, hafi
flest verið máluð í Skotlandi þar sem hann hafði dvalist árin áður.
Hallgrímur er því beinlínis eitt besta dæmið um myndlistarmann
sem sækir landslagsmálverkið til útlanda. Trúarleg myndtúlkun Hall-
gríms í fyrri verkum má þó kallast aft urhvarf um nokkur hundruð ár
eða svo, afturhvarf til hverfandi hefðar. En Hallgrímur varð síðar á ævi
sinni fyrir miklum áhrifum frá óhlutbundinni samtíðarlist og í síðari
verkum sínum, sem urðu stopulli með tímanum, má sjá Hallgrím
stíga ákveðið og hiklaust fyrstu skrefin til þess nútíma sem okkar
merkustu málarar hafa glímt við.4
Hallgrímur var ekki meðal okkar merkustu málara. En hann skildi eftir sig
djúp og margræð spor í hugmyndasögunni með því að mála mynd sem að
sögn var í smæstu smáatriðum nákvæmlega eins og Onan og Ger eftir Gi-
acomo Cristoforo - án þess að hafa nokkru sinni, að eigin sögn, litið þá mynd
augum. Ætlun þessarar greinar er ekki sú að rýna í myndlist Hallgríms og
Cristoforo heldur að ffeista þess að rekja hugmyndaleg spor þeirra, auk þess
að taka nokkur hliðarspor til nýlegra hugmynda um frummyndir og falsanir
sem kenna mætti við póstmódernisma.
2
Ekki er um auðugan garð að gresja í sögu falsana á íslandi - þar til nú nýverið.
Falsanir í myndlistaheiminum hafa verið næsta fátíðar miðað við það sem
annarsstaðar gerist - við eigum ekki málara einsog Dalí sem hafði fjölmarga
116
www.mm.is
TMM 1999:2