Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Síða 131
ÉG VAR EKKERT AÐ BINDA SKÓÞVENGINN“
Því fer auðvitað fjarri að ég nefni í Hetjunni og höfundinum öll verk eða
fjalli um allar þær heimildir sem birta viðhorf íslendinga til fornsagnanna. í
megindráttum afmarkaði ég heimildaleitina við efni sem tengdist Njálu. Það
var af þeim sökum sem hirðskáldin fornu og Drangeyjarsundið (að
ógleymdu Grettisbeltinu!) lágu óbætt hjá garði. Forsenda mín var að margt
sem segja mætti um Njáls sögu gæfi sterka vísbendingu um mat íslendinga á
fornsögunum sem slíkum. En þótt aðeins sé miðað við þessa einu sögu er
tossalisti Sigurðar og Einars Más helst til stuttur. Á hann vantar t.d. opinber-
ar heimildir um Njálu sem námsefni handa börnum, ff ægt málverk Ásgríms
Jónssonar af Gunnari og Kolskeggi, þau gögn handritamálsins sem tengja
mætti tilteknum Njáluhandritum og heimildamyndina Fögur er hlíðin sem
Edda-film framleiddi á sjötta áratugnum. Sögusinfónía Jóns Leifs á líka
heima á listanum, þótt ég nefni hana í bókinni, þvert á það sem Einar Már
heldur fram.5 Ég vonast til að gera hluta af þessu efni hærra undir höfði síðar,
ásamt ýmsum erlendum útgáfum, barnabókum, leikritum, sögulegum
skáldsögum, ferðarollum og ljóðum sem tilheyra Njáluhefðinni. Það hefur
þó aldrei verið ætlun mín að gera viðtökum Njáls sögu, hvorki hér á landi né
erlendis, endanleg skiJ enda efast ég um að slíkt sé gerlegt og jaftivel æskiJegt.
Ólík viðbrögð Sigurðar og Einars Más benda í sjálfu sér til þess að sam-
band olckar íslendinga við fornbólcmenntirnar sé svo persónu- og kynslóða-
bundið að sannleikurinn um það efni verði seint sagður þannig að öllum líki.
Til marks um þessi síkviku tengsl má taka viðbrögð Sigurðar við þriðja kafla
Hetjunnar og höfundarins, en hann er helgaður draumleiðslum og anda-
fundum þar sem Njálupersónur láta til sín taka. í upphafi kaflans ræði ég
alþýðufyrirlestra sem Hermann Jónasson flutti snemma árs 1912 og gefnir
voru út stuttu síðar undir titilinum Draumar. Þar greinir Hermann frá því
þegar dularfullur fornmaður, líldega Ketill Sigfússon úr Mörk, vitjaði hans í
draumi til að leiðrétta eitt og annað sem ranghermt væri í varðveittri gerð
Njálu. Frásögn Hermanns vakti milda athygli, svo mikla að Einar Ólafur
Sveinsson sá sig lcnúinn til að andmæla málflutningi draummannsins í dokt-
orsritgerð sinni Um Njálu (1933). Finni Jónssyni prófessor þótti aftur á móti
hrapallegt að Einar Ólafur skyldi taka „tillit til draumóranna hans Her-
manns [...]. Þetta er beinlínis blettur á vísindalegri jafngóðri bók sem hún
annars er.“6 Finni hefði því tæplega hugnast úttekt mín á draumum Her-
manns í Hetjunni og höfundinum.
Öðru máli gegnir um Sigurð Sigurmundsson sem skrifar: „Umfjöllun í
bókinni um drauminn eykur gildi hennar að miklum mun.“ Sigurður lýsir
hins vegar vanþóJcnun á hliðstæðri umfjöllun minni um Bergþórssögu
(1950) Sigurjóns Péturssonar á Álafossi:
TMM 1999:2
www.mm.is
1 29