Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 9
ERFÐIR OG ATLÆTI Björg Caritas Þorlákson. erfðaefnisins til að ráða úrslitum um gæði eða galla lífverunnar. Erfðir eru taldar skipta sköp- um um líkamlegt og andlegt atgervi mannsins. Þessi afstaða dregur úr trú á áhrif umhverfis og aðbúnaðar. Það er því athyglisvert að vita til þess að á tímum erfðafræðilegrar nauðhyggju áttu kenningar um áhrif umhverfis og atlætis á mannlegt atgervi sér sterka talsmenn. í hinu ís- lenska fræðasamfélagi fjallaði Björg C. Þor- lákson mikið um samspil erfða og umhverfis. Kenningar hennar voru um margt á skjön við ríkjandi mannkynbótastefnu sem samtímamenn hennar, eins og Guðmund- ur Finnbogason og Ágúst H. Bjarnason, voru hallir undir. Björg var náttúruheimspekingur og lífeðlisfræðingur sem lét sig samspil líkama og sálar miklu varða.5 Fræði hennar liggja á mörkum náttúru- og hugvísinda og hafa þeim lítt verið gerð skil í íslenskri fræða- og vísindasögu. Effirfarandi greinargerð um afstöðu Bjargar til sambands erfða og atlætis er hluti af viðamiklu rannsóknaverkefni á höfundarverki Bjargar sem fleiri fr æðikonur sem Sigríður Dúna Kristmundsdóttir hefur leitt saman taka þátt í.6 En áður en lengra er haldið er rétt að fara nokkrum orðum um Björgu og verk hennar. Björg Caritas Þorlákson var fædd árið 1874 og dó sextug að aldri árið 1934.7 Hún var fyrri eiginkona Sigfusar Blöndals, vann með honum að íslensk-dönsku orðabókinni í 20 ár, og skildi eftir það við hann. Hún fékk styrk til náms og hóf nám í Kaupmannahöfn fór síðan til Þýskalands og Sviss og að lokum til Frakklands. Hún varð doktor í lífeðlisfræðilegri sálarfræði ffá Sorbonne 1926, fyrst Norðurlandabúa til að ljúka doktorsprófi þaðan.8 Eftir hana liggja heil ósköp af rituðu efni, greinar, erindi, þýðingar, ljóð og leikrit. Heilu ffæðiritin liggja eftir hana í handriti á Landsbókasafni-Há- skólabókasafni og bíða þess að verða gefin út og metin fyrir framlag þeirra til vísindasamfélags hennar samtíðar. Björg hefur eins og áður sagði áhuga á samspili líkama og sálar og nýtir sér rannsóknir lífeðlisfræði sem voru n.k. grundvallarvísindi á síðari hluta 19. aldar og fyrstu áratugum 20. aldar. Hún leitast við að finna lífeðlisfræðilegar undirrætur vitsmunalegra eiginda. Hún stundaði ekki empírískar rannsóknir, heldur studdist hún við kenningar þróunarfræði, lífeðlisffæði, sálarffæði og heimspeki til að setja fram eigin kenningu um manninn sem náttúruveru sem þróar með sér vitsmunalega hæfni. Björg hefur áhuga á mestu ráðgátum hinnar lifandi náttúru. Hvernig þróaðist líf á jörðinni? Hvenær varð maðurinn til og hvernig þróaðist hann í þá vitsmunarveru sem hann er? Sumt er löngu úrelt í fræðum hennar, en TMM 1999:4 www.mm.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.