Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Side 20
UNNUR KARLSDÓTTIR kvenna langt umíram takmörk kvenlíkamans og lífshlaups kvenna. En þessi hugmynd yrði að bíða þar til rétta tæknin væri fyrir hendi. Vangaveltur um tæknina undir forsjá og stjórn vísindamanna sem megin- vopnið í baráttunni við erfðabölið hélt áfram allt fram á áttunda áratuginn, og jafnvel lengur. Greiningu erfðagalla og sjúkdóma á fósturstigi og fóstur- eyðingum var tekið fagnandi sem einu af mikilvægustu skrefum sögunnar í þágu góðkynjunar. Arfbótamenn vonuðu að næsta skrefið yrðu lækningar erfðagalla á fósturstigi. Árið 1925 var einföld og alhæfingakennd mynd arfbótafræðanna af erfðum gagnrýnd með þeim orðum að erfðir mannsins væru langtum flóknari en svo að tryggt væri að líkir geti sér líkan. Eina leiðin til þess væri að taka manneskju og fjöldfalda hana, eða eins og það kallast nú, að klóna hana. Já, því ekki að nota þá aðferð!, hugsuðu arfbótasinnar réttri hálff i öld seinna þegar það tók að grilla í að þetta væri kannski tæknilega hægt þó það hefði aðeins verið reynt á plöntum og froskum enn sem komið var. Hugsunin var sú að einræktun hafði tvímælalaust þann kost í þágu kynbóta að draga úr óvissuþættinum varðandi arfgerðina þar eð hún kæmi úr einni átt í stað tveggja. Um og upp úr 1970 heyrðust þær raddir að tími nýrrar arfbótastefnu væri runninn upp fyrir tilstilli æ betri vitneskju um erfðir mannsins og hraðrar þróunar í líftækni. Vísindalegar erfðabætur á mönnum voru fram- tíðarsýnin. Sá tími myndi koma að hægt yrði að fara inn í kjarna lífsins, uppsprettuna, sjálf genin og breyta þar og lagfæra að vild. Menn sáu fýrir sér ótrúlega möguleika mannsins til að vera með puttana í eigin þróun inni á tilraunastofum. Þá þyrfti ekki lengur að byggja á eins seinvirkum aðferð- um og arfbótasinnar fyrr á öldinni þurftu að styðjast við, þ.e. áróður fyrir auknum barneignum hinna hæfu og útrýmingu þeirra óhæfustu með ófrjósemisaðgerðum eða útilokun frá samfélaginu. Fullyrt var að með þekkingu erfðavísindanna í bandalagi við tæknina yrði í framtíðinni hægt að laga erfðaupplag hvers einstaklings fyrir sig. Breyta missmíð náttúrunn- ar í fullkomna lífveru. Slíkar hugmyndir voru þó fremur óður til tækninnar en skilningsins því þessir tæknitrúarmenn höfðu ekki fremur en arfbóta- sinnar fyrr á öldinni fundið neina gulltrygga uppskrift að heilbrigðu og siðprúðu gáfumenni. Fyrirlestur fluttur á málstofu um erfðavísindi og mannskilning á Hug- vísindaþingi í Háskóla íslands 16. okt. 1999. 18 www.mm.is TMM 1999:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.