Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 32
JÓN SIGURÐSSON
menntafræði bera þessum sjónarmiðum skýrt vitni. Um þetta má vísa til ff á-
sagnar Kristins sjálfs (Kristinn E. Andrésson, 1971) og til ritverks Arnar
Ólafssonar um Rauðu pennana (Örn Ólafsson, 1990).
Ekki þarf reyndar lengi að leita gagna til að fá staðfest hversu andstæð
þessi sjónarmið eru og hafa verið öðrum ráðandi nútíma-straumum í bók-
menntum síðustu kynslóða. Er óþarft að rekja lengi áhrifamiklar kenningar
um „listrænt ffelsi", um „listina fyrir listina“, um að höfundur og listamaður
beri aðeins ábyrgð gagnvart eigin samvisku og eigin innblæstri, að list og
skáldskapur lúti sínum eigin lögmálum og tengist mannlífinu með allt öðr-
um hætti og meira eða minna ótengt hugmynda- og hagkerfum, þjóðerni,
trúmálum eða stjórnmálabaráttu. Jón Óskar víkur ítrekað að þessum um-
ræðum í endurminningum sínum (Jón Óskar, 1969, 1979).
III
Fjölbreytni og róttækar umbreytingar á ljóðstíl og ljóðformi, tungutaki og
skáldskaparmáli, hugsunartúlkun og yrkisefnum eru megineinkenni á
skáldferli Jóhannesar úr Kötlum. Þar skiptast á stöðug þróun og skyndileg
umbylting, og hann sagði sjálfur offar en einu sinni að þessi framvinda væri
viðbrögð við umbreytingum mannlífsins og samfélagsins - vegna þess að
ljóðin ættu að vera hluti þeirrar ff amvindu og ættu að leika hlutverk í henni,
mótast af henni og hafa jafnffamt áhrif á hana.
Um þetta má nefna mörg dæmi. í grein í tímaritinu Rétti 1947, sem áður
var vitnað til, segir Jóhannes: „Listamaðurinn á því aðeins um tvennt að
velja: annaðhvort að einangra sig ff á lífi fólksins með því að láta undan ófrjó-
um formdýrkunarkröfúm... eða gera baráttu fólksins að sinni eigin baráttu
... (Vinaspegill, bls. 12). I ræðu árið 1952 segir hann: „I innsta eðli sínu hefur
listin aldrei verið neitt einkafyrirtæki, þaðan af síður forréttindamunaður,
enda þótt versleg og geistleg völd hafi gert hana það, heldur leit mannsand-
ans að meiri fegurð og barátta hans fýrir auðugra lífi.“ (Vinaspegill, bls. 152)
Og í erindi sem gefið var út 1959 segir hann um stöðu og þróun ljóðlistarinn-
ar: „Atómkveðskapurinn er öðrum þræði uppreisn gegn þessari hættulegu
stöðnun, á svipaðan hátt og uppreisn Jónasar gegn rímnastaglinu á sínum
tíma. . . . Hér við bætist að aðstaða ljóðlistarinnar í þjóðlífinu hefur ger-
breytzt. Öldum saman og allt ff am á okkar daga var hún meginþráður í and-
legri menningu Islendinga . . . Hlutverk ljóðlistarinnar hefur því dregizt
gífurlega saman og hljóta þær takmarkanir að leiða til mjög aukinnar sér-
hæfmgar.... Ljóðlistin er nú að reyna að hasla sér völl við nýjar aðstæður í
gerbreyttum heimi. Mörgum mun mistakast í þeirri viðleitni, aðrir munu
sigra. Jafnt viðfangsefni sem búningur munu taka miklum stakkaskiptum:
30
www.mm.is
TMM 1999:4