Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Síða 37
- ÉG FINN ÉG VERÐ AÐ SPRINGA . . . í eftirmála við frumútgáfu Sjödægru 1955 segir Jóhannes: „Vera má að einhverjir virði mér til fordildar einnar jafnt form sem efni þessarar bókar. Og einn kann að sakna stuðla, annar stéttabaráttu, hinn þriðji skáldskapar- ins sjálfs. En hitt er jafnsatt fyrir því, að öðruvísi gat ég ekki ort á þessu stigi málsins - og tjóar því lítt um að sakast.“ (Ljóðasafn VII, bls. 214). Þeir Ey- steinn Þorvaldsson og Halldór Guðmundsson hafa fjallað rækilega um Sjö- dægru og má að öðru leyti vísa til þeirra (Eysteinn Þorvaldsson, 1971, Halldór Guðmundsson, 1978). Meðal margra dæma sem nefna má úr ljóðum Jóhannesar skal hér minna á „Rímþjóð“ í Sjödægru: í sléttubönd vatnsfelld og stöguð hún þrautpíndan metnað sinn lagði í stuðla hún klauf sína þrá við höfuðstaf gekk hún tO sauða. - þá sökk hennar rím eins og steinn með okinu niður í hafið. (Sjödœgra, bls. 29-30) V Á ferli Jóhannesar verður þess ekki vart að hann hafi komist í þrot sem skáld, hafi „misst andann“ um eitthvert skeið. I eftirmálanum við Sjödægru getur hann þess að nokkuð langt sé um liðið frá því að síðasta ljóðabók hafi komið ffá hans hendi en þar kemur ekkert fram um erfiðleika í skáldskapnum held- ur má þvert á móti lesa af textanum og öðrum heimildum að Jóhannes hafí einfaldlega verið á kafi í áhugafullri leit og vonglöðum tilraunum til að fínna nýjan tón í sem bestu samhengi og samræmi við líðandi stundir. Vitað er að hann tók villuspor og afbrot skoðanabræðra sinna í Ráðstjórnarríkjunum og Austur-Evrópu mjög nærri sér, og margs konar efasemdir birtast í ljóðum hans þegar líður á tímabil kalda stríðsins. En ekki er að sjá að neins konar andleg kreppa eða sálarangist hafi knúið hann til breytinga í ljóðstíl, og reyndar ekki heldur hugmyndaleg kreppa, innra uppgjör o.þ.h. Þvert á móti verður ekki annað skynjað en að hefðbundið ljóðform og hugsunartúlkun hafi ævinlega leikið honum á vörum enda beitti hann því áfram samhliða frjálsu formi. Hann var eitthvert hagmæltasta skáld þjóðarinnar eins og t.d. sum barnaljóð hans sýna. Jóhannes úr Kötlum hafði alla hefðbundna ís- lenska bragfræði á valdi sínu, svo sem „Háttalykill" hans og mörg önnur TMM 1999:4 www.mm.is 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.