Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Side 78
JÓN VIÐAR JÓNSSON
þeirra Vals og Emilíu. í hljóðritun Útvarpsins leikur Soffia frökenina með
miklum slætti og andköfum og verður óþægilega eintóna í setningameð-
ferðinni. En ugglaust mátti una leik hennar betur þegar hún var yngri og
naut þeirrar sterku sviðsnærveru, sem að sögn kunnugra var einn aðalkostur
hennar og bætti upp ýmsa „tilgerð... öfga og hamsleysi11, svo vitnað sé í ann-
ars lofsamlega minningargrein Ásgeirs Hjartarsonar um hana.26
Á fyrri hluta aldarinnar kom danski stórleikarinn Poul Reumert hingað
nokkrum sinnum í heimsókn og lék gestaleik, þar af tvisvar á móti íslenskum
leikurum. Þar fengu reykvískir leikhúsgestir að njóta tveggja rómuðustu
Strindbergs-túlkana hans: á baróninum í Bandinu árið 1929, og kapteinin-
um í Dauðadansinum, sem hann lék 1948, þá á móti konu sinni, Önnu Borg.
Það er svolítið sérkennileg tilviljun, að tvær af fremstu leikkonum okkar á
fyrri hluta aldarinnar áttu svanasöng sinn í þessum sýningum: Guðrún Ind-
riðadóttir í Bandinu, þar sem hún lékbarónessuna á móti Reumert, og Soffia
Guðlaugsdóttir í örlitlu hlutverki í Dauðadansinum. Hvorug steig á svið eftir
það; Guðrún lifði að vísu til hárrar elli, en Soffia lést snögglega fáum vikum
síðar.
Faðirinn og Kröfuhafar í Þjóðleikhúsinu
Þjóðleikhúsið hafði starfað í átta ár, þegar það sýndi Föðurinn fyrstan Strind-
bergs-leikja árið 1958. Leikstjóri var Lárus Pálsson. Lárus stýrði einnig næstu
Strindbergs-sýningu hússins, Kröfuhöfum 1965. Loftur Guðmundsson,
blaðamaður og rithöfundur, þýddi bæði leikritin. Enn í dag eru þetta einu
Strindbergs-leikirnir í annálum Þjóðleikhússins.
Prá því er skýrt í blöðum, að Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri hafi
án árangurs reynt að fá hingað Olof Molander sjálfan til að stýra leiknum og
þá með Lars Hanson, einum þekktasta Strindberg-leikara Svía, í aðalhlut-
verkinu.27 Eftir því að dæma hefur Lárusi verið falið verkefnið að Molander
frágegnum. Voru dómar um sýninguna á heildina litið lofsamlegir að einum
undanskildum og gagnrýnendur svo hrifhir af túlkun Vals Gíslasonar á aðal-
hlutverkinu, Adolf riddaraliðsforingja, að þeir veittu honum Silfurlampann
fyrir.28 Guðbjörg Þorbjarnardóttir var í hlutverki Láru, hinnar kaldrifjuðu
eiginkonu sem kippir fótunum undan manni sínum með því að ala á grun-
semdum hans um að hann sé ekki faðir dóttur þeirra, uns hann missir að lok-
um vitið. Um leik hennar voru skoðanir heldur skiptari, Ásgeir Hjartarson
telur Láru meðal „bestu afreka hinnar ágætu leikkonu“, en Steingerði Guð-
mundsdóttur finnst hún gera Láru of kalda og stífa. Leikdómara Mánudags-
blaðsins, Agnari Bogasyni, þykir leikur hennar verða „einhliða og svip-
76
www.mm.is
TMM 1999:4