Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Síða 84
JÓN VIÐAR JÓNSSON an við mörk hins afkára.“ Helga Sæmundssyni finnst einnig full lítill húmor í sýningunni og kennir það einkum þýðingu Helga Hálfdanarsonar, sem hann segir þó vandaða og nákvæma.39 Neikvæðastur er Agnar Bogason, sem sér fátt gott við verk Strindbergs, finnst þema þess orðið „útþvælt" og „óraun- hæft“, og harmar að „L.R. skuli nú á tímum eyða sínum bestu leikkröftum á þessa hryggðarollu Strindbergs.“40 Eins og fyrri Strindberg-sýningar, sem hér hefur borið hæst, var þessi hljóðrituð og flutt í útvarp. Svo ég vísi enn til þess sem mér finnst sjálfum, á ég bágt með að trúa því, að ég hlýði þar á sama leikviðburð og gagnrýnendur skrifa um (minning mín af sýningunni sjálffi er óljósari en svo að nokkurt hald sé í). Almennt séð voru þeir á einu máli um að Gísli Halldórsson skilaði afburðaleik í hlutverki kapteinsins, en létu mun síður heillast af leik þeirra Helgu og Þorsteins. í útvarpsleiknum leiðist Gísli að mínum dómi út í gróf- gerðan yfirborðsleik, einkum í hinum tilfinningaþrungnu köflum verksins, á meðan Helga ber af mótleikurum sínum með hófstilltri og afar nærfærinni lýsingu á sálarkvöl Alice. En víst er það gömul saga og ný, að leikurum veitist örðugt að flytja persónusköpun af sviði yfir í útvarp, þar sem þarf að beita allt annars konar meðulum, og stundum eins og þetta eigi ekkert síður við um leikara sem hafa að öðru jöfnu mikla leikni í útvarpsleik. Ekki þarf að hafa mörg orð um, að í þeim hópi var snilldarleikarinn Gísli Halldórsson, þó að hér brygðist honum smekkvísin. Um Föðurinn anno 1987 mun ég ekki gerast margorður. Þar voru þau Sigurður Karlsson og Ragnheiður Elva Arnardóttir í hlutverkum Adolfs og Láru. Þá sýningu sá ég ekki og hef því ekki annað við að styðjast en prentaða leikdóma og vitnisburð annarra áhorfenda. Blaðadómar voru almennt vinsamlegir, en þó ekki afdráttarlausir um leik þeirra Sigurðar og Ragn- heiðar; hvorugt þeirra hlaut a.m.k. einróma lof dómenda.41 Jafnt blaðadóm- arnir sem ummæli Sveins Einarssonar leikstjóra benda til, að leitast hafi verið við að milda lýsingu Láru, a.m.k. segir Sveinn í viðtali við Þjóðviljann, að „klisjan um kvenhatur Strindbergs sé ekki lykillinn að því að setja upp verk hans núna“ og í Morgunblaðinu orðar hann það svo, að hafi Strindberg hatað konur „þá var það sprottið af mikilli ást“.42 Fannst leikdómara Tímans, Gunnari Stefánssyni, fullmikið skorta á djöfulskap Láru, þó að hann segðist að öðru leyti sáttur við leið leikstjórans, og Jóhann Hjálmarsson kvað lítið hafa orðið úr samleik milli Sigurðar og Ragnheiðar Elvu.43 Sverrir Hólmarsson var ekJú sammála því, en var þó ekkert yfir sig hrifinn af túlkun Ragnheiðar Elvu, sem hann vildi m.a. kenna hlutverki og höfundi.44 Það er óneitanlega dapurleg tilhugsun, hversu fáar af bestu leikkonum okkar hafa fengið að glíma við fröken Júlíu. Að vísu hefur leikurinn þrisvar 82 www.mm.is TMM 1999:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.