Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Qupperneq 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Qupperneq 98
EINAR MÁR JÓNSSON „Skammtímanum“ tilheyra einkum og sér í lagi atburðir stjórnmálasögunn- ar, uppreisnir, valdarán, styrjaldir og slíkt, en einnig hliðstæðar gjörningar í menningar- og þjóðlífi, ferðalög poppstjarna og hjúskaparmál þjóðhöfð- ingja, svo eitthvað sé nefnt: það eru sem sé atburðir sem hægt er að lesa um á síðum dagblaða, gerast einu sinni, fylla takmarkaðan tíma og takmarkað rúm og lenda síðan, ef verkast vill, á síðum „atburðasögu". Oft mynda slíkir atburðir lengri keðjur en þær ná þó aldrei yfir mjög mörg ár: heimsstyrjöldin fyrri sem stóð yfir í fjögur ár er dæmi um slíkt. f „langtímanum“ eru svo alls kyns þjóðfélags- og landfræðileg kerfi, sem standa í ár og aldir og virðast þess vegna óhagganleg en breytast eigi að síður, stundum svo hægt að venjulegur einstaklingur greinir það tæplega en stundum í snöggum umbyltingum. Meðal fyrirbæra af þessu tagi eru t.d. landamæri milli rómanskra og germ- anskra tungumála í Vestur-Evrópu, eða milli kaþólskra manna og mótmæl- enda, sem högguðust varla öldum saman. Slík fyrirbæri eru e.k. rammi utan um atburði skammtímans, eða leiksvið þeirra. Milli „skammtímans“ og „langtímans" er svo „miðtíminn" sem Braudel átti reyndar í nokkrum brösum með, þar sem þessi bylgjulengd var ekki á sama hátt sýnileg með berum augum og hinar tvær. En í efnahagslífi Evr- ópu rakst hann á mjög skýrar sveifluhreyfingar eða hringgengi, þar sem bylgjulengdin var nokkrir áratugir, frá þrjátíu árum og upp í fimmtíu ár: þetta eru þær sveiflur sem rússneski hagfræðingurinn Kondratieff varð fyrstur til að skilgreina skömmu eftir 1920 og hafa síðan verið við hann kenndar. Braudel lagði þær nú til grundvallar í skilgreiningu sinni á „mið- tíma“ og virtist það gefa góða raun í hagsögu, en tilraunir hans til að útfæra þessa hugmynd í öðrum greinum sagnfr æði voru hins vegar ekki eins sann- færandi. Eigi að síður er ljóst að „Kondratieff-sveiflur“ af þessu tagi eru djúpstæð fyrirbæri og hafa róttæk áhrif á allt þjóðfélagið, langt út fyrir efnahagslífið sjálft, jafnt á atburðasögu sem á menningarsögu í víðustu merkingu. Einnig er ljóst að þessar sveiflur eru af öðru tagi en fyrirbæri „skammtíma“ og „langtíma": oft á tíðum eru þær undarlega reglubundnar, þótt það hafi vafist mjög fýrir mönnum að finna nokkra skýringu á því, að þessu leyti virðast þær vera kraftbirting fyrirbæra eða kerfa, sem hljóta að tilheyra á einhvern hátt „langtíma“, hver sem þau eru, og þær eru í sjálfu sér endurtekningar, því ekki er hægt að tala um „Kondratieff-sveiflur“ yfirleitt nema fleiri en ein komi hver á eftir annarri í nokkuð reglubundinni röð, því sjaldan er ein Kondratieff-báran stök. Þær koma heldur ekki í ljós, nema horft sé á söguna úr ákveðinni fjarlægð: þær eru eins og eitthvert landslag utan við beina rás tímans og birtast ekki sem venjulegir „atburðir“, nema 96 www.mm.is TMM 1999:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.