Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 9
EILÍFT LÍF -En erekki líka hægtað vera hrœddur, ekki við áþreifanlegan stað, í neðra, held- ur einfaldlega við tómið? Ég trúi alls ekki á tortíminguna. -Á hvað trúir þú þá? Ég trúi því að lífið haldi áfram. Það er að segja það skiptir ekki máli hvort um er að ræða mig eða þig persónulega eða okkur sem einstaklinga, eða okkar persónulegu málefni og sálarlíf, það er ekki það, það er lífið - mannslífið. Og að það heldur áfram vitum við, þótt hættan á algjörri eyðingu sé auðvitað fyrir hendi. Já. Ég óttast hana líka, ég óttast hana mjög. Þetta er alvörumál. En lífið heldur samt áffam undir öðrum kringumstæðum, og það er í sjálfu sér nóg huggun fyrir mig. Mér finnst lágkúrulegt að líta á lífið ffá sínum persónulegu bæjar- dyrum. Við þáðum líf ff á öðrum, og okkur var gefinn hæfileikinn til að gefa öðrum líf. í lífinu felst miðlun á órofhu samhengi, það finnst mér falleg hugs- un. Hvað er það sem La Rochefoucauld segir: ‘Á sólina og dauðann á enginn að stara látlaust’. Þetta þykja mér yndisleg orð. Ekki síst vegna þess að þau beina sjónum okkar bæði að sólinni og dauðanum, birtunni og myrkrinu. Þetta er sameiginlegur lífsgrundvöllur okkar, hlutskipti mannsins. * -Þú sagðir eitt sinn að þú værir mjög trúaður maður. Hvað áttu við með því? Hvað ég á við með því? Ég á við að ég sé trúaður í þeim skilningi að ég horfi á líf og dauða í æðra samhengi án þess að tilheyra trúarsamfélagi, ég er miklu fremur trúaður í ljóðrænu samhengi. Fyrir mér eru ljóðlistin og trúin eitt. Það er engin leið að skrifa ljóð sem ekki væri tjáning trúarlegs lífsskáld- skapar! -Hver er afstaða þín til kristindómsins? Hann drakk maður nú í sig með móðurmjólkinni. Og þótt maður hafi off brugðist sterkt við ansi skrýtnum og furðulegum helgisiðum hans, og feiki- legri hræsni, þá standa eftir mikil kristileg verðmæti, sem ekki verður hagg- að. Til dæmis grípandi lýsingar í Gamla testamentinu og guðspjöllunum, einkum píslarskáldskapurinn og stóru sálmaskáldin og stórbrotinn kveð- skapur þeirra um líf og dauða. Svo ekki sé minnst á tónlist Palestrina og Bachs, og til dæmis ‘Messías’ effir Hándel. Hvað sem öðru líður er ekki hægt TMM 2000:3 malogmenning.is 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.