Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 11
EILÍFT LÍF
-Nú höfum við rættýmis efni sem ganga eins og rauður þráður í gegnum bækur
þínar og reyndar einnig ævi þína. Allt sem þú hefur skrifað einkennist þó af
kímni og Ijóðrænu. Hvað er svona heillandi við kímnina og hið Ijóðræna?
Ætli það felist ekki í því að maður hreinsar hugann með því að tileinka sér
mikinn skáldskap og mikla kímni, eins og alla mikla list. Svo sígilt dæmi sé
tekið má nefna sálm Brorsons, ‘Sál mín bíð þú, bið og stríð þú’. Þetta mikla
ljóð um þrá mannsins eítir vorinu og birtunni þarf ekki að skilja sem þrá
kristinnar sálar eftir Guði og eilífu lífi. Hið ljóðræna, tónlistin, myndirnar í
því, verða til þess að lesandinn yfirgefur líkt og eitt andartak persónulegan
ham sinn og verður óvænt hluti af stærri heild. Hann finnur fyrir léttleika og
skynjar mátt orðanna, ljóðrænu lífsins. Á vissan hátt býr sálmur Brorsons
yfir kímni, og þá á ég við kímni í breiðum og háleitum skilningi. Hin mikla
kímni vekur ekki hlátur heldur lyftir andanum.
Sjáið vinir, grasið grænkar!
Kuldinn bítur, vindur næðir,
snjórinn þyrlast,
en grasið grænkar,
mikil, mikil og græn er velsæl hamingja mín!
Sjáið vinir, grasið grænkar!
Fúna lappir, hárlaus skallinn,
tannlaus kjaftur, tillit slævist,
bráðum fer ég,
en hjartað blómstrar
og djúp, djúp
og græn er velsæla mín nú í kvöld!
Lin Pe
Nöfn og tilvitnanir i'Turninn á heimsenda, og Ijóðið hér að ofan, eru úr
þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar sem út kom hjá Máli og menningu árið
1976.
Halldóra Jónsdóttir þýddi.
TMM 2000:3
malogmenning.is
9