Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Síða 31
STORMNÓTT, FÆÐING OG DAUÐl Stormnótt, en hver og ein þeirra er þó ómissandi liður í einni þéttofínni, meistaralegri heild. Til einföldunar mætti segja að um sé að ræða eina aðal- sögu og nokkurn fjölda aukasagna. Aðalsagan gerist á einni óveðursnótt í Þórshöfn. Hún lýsir því hvernig húsið fykur ofan af tveimur öldruðum saumakonum sem báðar heita Anna og eru auk þess jafhöldrur. Lýst er í smáatriðum hvernig húsið liðast í sundur og þeytir innanstokksmunum, fötum og öðru út í veðrið og vindinn og því hvernig konunum tveimur er bjargað, komið í hús hjá öðrum þorpsbúum og hvernig dauða þeirra beggja ber síðan að skömmu síðar. Aukasögurnar eru eftirfarandi: • Sagan af stormasömu lífi Þöngla-Önnu. Hún hefur misst öll börn sín, svo og elskhuga sinn, Janniksen smið, og staðið í miklu stríði gegn trúar- ofsóknum hins drembiláta Ankersens sparisjóðsstjóra og formanns barnaverndarnefhdar.3 • Sagan af ástarsambandi Þöngla-Önnu og Janniksens smiðs sem var á allra vitorði og var hlýtt, traust og gefandi, en þó hneykslanlegt - að mati sam- borgaranna - þar sem hann var jú giftur. • Sagan af slæmu hjónabandi Janniksens smiðs og konu hans Rósu sem sag- an segir að hafi (ásamt Ankersen) átt sök á því að smiðurinn framdi sjálfsmorð. • Sagan af Símons-Önnu og ástarsambandi hennar við Pál, sem reyndist vera hálfbróðir hennar. Þessi saga hefur í raun tvo meginþætti: a) Þátt Páls sem ánetjast enska heimatrúboðinu eftir skipbrotið í ástarmálunum, fer í burtu í siglingar og ferst á Miðjarðarhafinu í fyrri heimstyrjöldinni. b) Þátt Önnu sem situr eftir í sárum heima í Færeyjum og heitir því að elska aldrei annan mann, dregur sig inn í skel sína og verður sjúklega feimin. Hver þessara „aukasagna“ væri í raun efni í heila smásögu út af fyrir sig en Heinesen kemur öllum þessum söguþráðum á framfæri í knöppum ff ásagn- arstíl og vefur þá saman á svo meistaralegan hátt að lesanda finnst aldrei sem heild sögunnar sé rofin. Ef bygging sögunnar er skoðuð nánar má skipta henni niður í níu frásagn- areiningar með tilliti til þess hvernig sjónarhorn sögumanns færist til. 1. Fyrsta málsgreinin er dæmigerð kynning sögusviðsins sem er „Þórshöfn, hinn aldni og undirfurðulegi höfuðstaður Færeyja". Sjónarhornið er vítt og litið er í sviphendingu yfir sögusviðið. Því er lýst hvernig bæjarstæðið er óvarið fyrir veðri, vindum og hafinu og því hvernig „Suðaustanstorm- arnir geta orðið að fárviðri og valdið tjóni á lífi og eignum manna“. (9) TMM 2000:3 malogmenning.is 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.