Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 34
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR Og þetta skáldaða hús hélt áfram að spúa innyflum sínum - hefil- spónum og tréflísum, ösku og bréfarusli, en þó einkum fatnaði. Votar rýjur og klútar, léreftsræmur og bendlar slógust um andlit björgunar- fólks og áhorfenda. Já, hinar fátæklegu pjönkur og pinklar gömlu saumakvennanna voru gripin óstjórnlegri bræði og gengu berserks- gang. Stagbætt yfirsæng kom þjótandi, vitstola eins og aðrir húsmun- ir, hún hegðaði sér eins og villidýr og sló gamlan sjómann í gólfið áður en hún hnipraði sig með ekkaþrungnum ástríðuofsa að bíslagi ljós- móðurinnar, frú Nillegaards. Allt var þetta í sjálfu sér nógu hörmulegt, en þó tók fyrst í hnúkana þegar hið jarðþunga og ófrýnilega þakbákn varð snögglega gripið nýjum órum og lyfti sér upp af jörðinni, sleit sig ff á veggnum og fór að steypa sér kollhnís á báða bóga, og hóstaði jafhffamt upp mold og sandi með myrku og hroðalegu kokhljóði. Fólk flúði í skelfingu und- an þessu viðsjála skrímsli, sem í þokkabót var nú einnig farið að gefa ffá sér kveinstafi og sársaukavein eins og heilt fávitahæli í uppnámi. Þessi hjartaskerandi óhljóð stöfuðu af trjáberkinum, sem var negldur á timbrið og nú tók að ýlffa og skella tönnum af óhemjuskap, þegar aldagömlu fargi torfusneplanna var af honum létt. Loks rifnaði þakið effir endilöngum mæninum og skiptist í tvo hluta, sem börðust inn- byrðis af mikilli heift unz þeir sundruðust báðir á klöppunum. (10) Það er engin tilviljun að yfirsængin hnipri „sig með ekkaþrungnum ástríðu- ofsa að bíslagi ljósmóðurinnar, frú Nillegaards“. Það er einmitt nefnd ljós- móðir sem, ásamt Rósu Janniksen, tekur á móti Þöngla-Önnu: [... ] sem var komin að niðurlotum, og hún sjálf hafin á loft og borin út á götuna; en þá sortnaði henni fyrir augum og hún vissi ekki af sér fyrr en hún lá hálfnakin á rúmbálki í eldhúsi Rósu Janniksens, grann- konu sinnar. Eldhúsið var fullt af gufu, hringirnir á eldavélinni voru rauðglóandi, og Smiðs-Rósa og ffú Nillegaard ljósmóðir voru önnum kafnar með þvottaskál, sápu og bursta. [...]— Hana, þá er því versta lokið! heyrði hún Ijósmóðurina segja, eins og um fæðingu væri að ræða: Nú er hún hrein! Nú er það bara sárið á naflanum, og það þarf græðismyrsl.“ (14-15) Hér er ýmislegt sem byggir undir þá fæðingarmynd sem söguhöfundur hóf með lýsingu á átökum húss og óveðurs og hnykkt á samlíkingunni í lokin með því að ræða um naflasár Önnu. Hún er sem nýfætt reifabarn í höndum ljósmóðurinnar og Rósu. En þessi „fæðing“ er þó aðeins forleikur að enda- lokum Þöngla-Önnu því hún, eins og Símons-Anna, deyr stuttu eftir þessa sérkennilegu „tvíburafæðingu“. í myndmáls- og táknheimi sögunnar verður dauði þeirra stallsystra þó aðeins skilinn sem endurfœðing og því er jafhframt lætt að lesandanum að 32 malogmenning.is TMM 2000:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.