Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 46
ODDVÖRJOHANSEN
oft í hlutverki nokkurs konar huggara og við erum öll þakklát í garð slíkra
manna. Ég vil leyfa mér að kalla William Heinesen slíkan huggara. Ég hef
sjálf notið uppörvunar hans gegnum tíðina, en ég er ekki viss um að ég hafi
náð að þakka honum fyrir.
Jafnvel þótt hann hafi sjálfur varla liðið skort, svona í efhahagslegu tilliti, í
barnæsku og á ungdómsárunum, hafði hann næman skilning á vanda þeirra
sem höfðu úr minna að spila. Og hann var alveg örugglega ekki aðhaldssam-
ur á fé. Ég læt nægja að nefna tvö dæmi.
Dag einn frétti hann að ungur smiður hefði hugsað sér að smíða sér verk-
stæði. Ungi maðurinn hefði þó aldrei getað útvegað fé til að festa kaup á
byggingarlóð. William Heinesen bauð honum strax ffía lóð. Kvittað og klárt.
í annað skipti ábyrgðist hann án tryggingar lán fyrir efnalítinn verkamann
upp á 30 þúsund danskar krónur (sem í dag myndi líklega samsvara um
hálfri milljón).
Og þá er það tónlistin. Tónarnir sem William var umvafinn frá blautu barns-
beini. Hann varð háður þeim.
Danski tónlistarmaðurinn Peter Bastian hefur skrifað ágæta bók. / heimi
tónlistarinnar, nefnist hún. Þar skrifar hann meðal annars: „Skýringin á því
að við verðum háð tónlist felst að miklu leyti í valdi tónanna til að end-
urskapa tilfinningar okkar með óviðjafnanlegri nákvæmni. Við verðum
fyrir höggi nokkurra hljóðbylgja og tilfinningar okkar fara undireins á
kreik.“
Þegar ég var fjórtán ára uppgötvaði ég hversu mjög tónlist gat glatt Willi-
am Heinesen. Ég fékk mína fyrstu plötu að gjöf frá vini mínum en því miður
áttum við engan plötuspilara heima. En Þórshöfn var lítill bær og við höfð-
um heyrt að William hefði fengið nýjan grammófón, eins og það hét í þá
daga, í afmælisgjöf, þannig að þangað var ég send með plötuna mína.
Ég undrast það enn þann dag í dag að þessi fullorðni maður nennti að sitja
með fjórtán ára stelpu og hlusta á sembaltónlist - ekki bara í klukkustund,
heldur allan eftirmiðdaginn. Við sátum hreyfingarlaus - alein - og hlustuð-
um á allt hans mikla safn af sembaltónlist með hinni stórkostlegu tónlistar-
konu Wöndu Landowska.
Tónlistin á sér engin landamæri. Hana þarf ekki að þýða. Það er ekki
nauðsynlegt að túlka hana því hún er heimsins einfaldasta tungumál. Fólk af
öllum þjóðernum getur án erfiðleika tekið þátt í samstarfi á sviði tónlistar-
innar og hrifist með. Hver hefur ekki sannreynt að augun geta opnast upp á
gátt við ákveðnar melódíur eða tónlistarupplifanir? í dag vitum við að tón-
listin getur náð til og hrært manneskjur, þegar allir aðrir miðlar hafa brugð-
ist. Þannig er það hald manna að hið ófædda barn geti heyrt tónlist og orðið
44
malogmenning.is
TMM 2000:3