Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Síða 54
MALAN MARNERSDÚTTIR rithöfundum ásamt klassískum skáldskap og alþýðuskáldskap í sam- hengi við menningar- og félagssögulega þróun. Dansk Litteraturhistorie 1984-1985 innan á hlífðarkápu bd. 1-9 Markmiðið er enn sem fyrr að fjalla um danskar bókmenntir, þær eru ekki fyrst og fremst menningararfur heldur á að lesa þær upp á nýtt. Það sem er nýtt í þessari bókmenntasögu er að umfjöllunin á að tengja skáldskapinn framförum á menningarsviði og félagslegri þróun í samfélaginu. Hvaða áhrif hefur þetta haft á stöðu Williams Heinesen í danskri bók- menntasögu? I fýrsta lagi: Kom Jorgen-Frantz Jacobsen (1900-38) á sínum stutta skáldskap- arferli færeyskri menningu inn í danskar bókmenntir við hlið Willi- ams Heinesen. Bd. 7, bls. 433. Það er ekki færeyskur skáldskapur heldur færeysk menning sem kemur inn í danskan skáldskap með Jorgen-Frantz Jacobsen og William Heinesen. Með þessum orðum er kannski verið að viðurkenna að skáldskapur þeirra er fær- eyskur. Færeyska menningin sem bækurnar eru sprottnar úr er það sem dönskum bókmenntafræðingum finnst áhugaverðast. Undir fyrirsögninni „Náttúra og húmanismi" (bd.7, bls. 252) skipar Ib Bondebjerg William Heinesen á bekk með Paul la Cour, þar eð þeir koma úr öðru umhverfi en hinir rithöfundarnir á 3. áratugnum sem flest allir komu úr borgum. Baksvið William Heinesens er færeyska samfélagið sem efnahagslega og félagslega er vanþróað. Náttúran og einkenni gamla bænda- og fiskimannasamfélagsins setja svip sinn á skáldverk hans. Paul la Cour tengist smáborgaraumhverfi á Suður-Sjálandi og hann lýsir því sjálf- ur hvernig fjárhagsvandamál fjölskyldu hans og ótímabær föður- missir mótar barnæsku hans (bls. 252). Hér er fleira sem veita mætti athygli. Það er vafalaust rétt að Færeyjar voru samfélagslega og félagslega langt á eftir Danmörku í byrjun 20. aldar en á 3. áratugnum voru þær ekki gamalt bænda- eða fiskimannasamfélag. Öðru nær: Færeyjar voru einmitt orðnar nýtt fisldmanna- og bændasamfélag. Samanburðurinn við Paul la Cour stenst líka illa. Þarna má lesa að William Heinesen kom frá Færeyjum og Paul la Cour frá Suður-Sjálandi. En stéttarstaða Williams er ekki nefnd einu orði. Frá færeysku sjónarmiði kom William Heinesen úr borgarastétt eða háborg- 52 malogmenning.is TMM 2000:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.