Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 72
ÁRNl BERGMANN var stefnt gegn skáldsögu í pólitísku stríði sem m.a. stóð um bændapólitík og skilning á hlutskipti einyrkjans í samfélaginu. Guðmundur Hagalín beið þess seint bætur að hafa orðið fyrir svo geypi- legu hrósi og lent í samanburði við Halldór Laxness. Þessi uppákoma hefur vafalaust ýtt undir nöldur í hans garð - en að auki lágu ýmis verk hans frá næsta áratug á eftir vel við höggi. Kristinn E. Andrésson segir í bókmennta- sögu sinni (1949) að þessi verk „fjari út í einskonar ósjálfráðri mælgi"18 En Kristinn hafði líka margt jákvætt að segja um ýmis fyrri verk Hagalíns, ekki síst Kristrúnu í Hamravík og er mun vinsamlegri en t.d. bókmenntakona á blaðinu Degi, sem nýverið fór að rýna í verk Hagalíns og kallar þá sögu til- gerðarlega og heldur því ff am að hún nái ekki máli sem bókmenntaverk frek- ar en Sturla í Vogum.19 Kristmann Guðmundsson hélt því meir á loffi en nokkur maður annar að hann væri ofsóttur af kommúnistum, ekki aðeins með vondum ritdómum heldur og með rógsherferðum um hann og hans einkamál og með því að stela pósti hans ffá útlöndum til að koma í veg fyrir að verk hans kæmu út þar.20 Furðu margir hafa tekið mark á þessari samsæriskenningu - t.d. sagði ungur bókmenntafræðingur um sjónvarpsþátt um Kristmann, að hann „varð okkur dæmi um höfund í ónáð af pólitískum ástæðum.“21 Aðrir sáu fljótt að Kristmann var einmitt skýrt dæmi um að kenningin um ofsóknir kommúnista gat verið rithöfundunum sjálfum einkar hentug skýring á því að vinsældir þeirra fóru minnkandi - eins og Kristmann mátti reyna eff ir að hann kom heim ffá Noregi. 22 Erlendur Jónsson, sem hefur líklega skrifað lengur og meir um bókmenntir í Morgunblaðið en nokkur maður annar, kemst að svipaðri niðurstöðu í endurminningum sínum: „Höfundurinn elt- ist en hélt samt áff am að skrifa um ástir ungs fólks og þá með þverrandi getu og skilningi.... fallandi frægð olli því að hann fylltist vanmetakennd sem off- ar en ekki braust út í mikillæti1*23. Sé aft ur vitnað til „hins rauða páfa“ Krist- ins E. Andréssonar, sem öllu átti að stjórna, þá hefur hann reyndar margt jákvætt að segja um „frásagnargleði“ og „stríðandi andstæður“ í skáldsögum Kristmanns - þótt honum fari sem Erlendi Jónssyni síðar að hann telur síð- ari verk hans mun lakari en Noregsáraskáldsögurnar.24 Sá sem grimmastur var við Kristmann var svo sá sami skálkur og sýndi Davíð Stefánssyni enga miskunn - nánar tiltekið Steinn Steinarr. I ritdómi í Þjóðviljanum um „Fé- lagi kona“ segir hann m.a. að í þeirri aumu skáldsögu séu „kynórarnir sjúk- legri og ógeðslegri, „heimspekin“ idíótískari en nokkru sinni fyrr.“25 Reyndar er það svo að þeir sem grimmastir eru í sínum dómum um bók- menntaverk á þessum tíma eru sjaldnast stjórnmálamenn (nema þá Jónas ffá Hriflu) eða ritdómarar og bókmenntafræðingar - það eru skáld og rit- höfundar að skrifa um önnur skáld og rithöfunda. 70 malogmenning.is TMM 2000:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.