Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 75
„OFBELDl KOMMÚNISTA VIÐ BORGARALEGA R1THÖFUNDA“ þessi ótti? Það er líkast til mikil einföldun að telja að hann hafi verið fólginn í hræðslu við ónotalegan ritdóm í Tímariti Máls og menningar. Gáum að fleiru. Talsmenn AB drógu ekki dul á að þeir vildu brjóta „kommúnista“ á bak aftur. Stundum létu ritstjórar tímarits útgáfunnar, Félagsbréfs AB, nokkuð dólgslega í þeim efnum. I ritstjórnargrein í 24. hefti (1961) segja þeir m.a.: Islenska ríkið hefur ekki gætt sín sem skyldi fyrir landráðastarfsemi kommúnista á undanförnum árum og jafnvel efnt þá til áhrifa þar sem verst gegndi, svo sem í skólum, ríkisútvarpi og margs konar opin- berum stofnunum. Þeir mæla með því að „kommúnistar verði eftirleiðis sneyddir slíkum trún- aði“ og verður ekki annað skilið af greininni en það skuli vera lágmarksfram- lag Islendinga til ff elsisins dýra að reka kommúnista úr opinberum störfum. Það er með öðrum orðum mælt með Berufsverbot - að menn með rangar skoðanir fái ekki að gegna opinberum störfum. Er það þá nokkuð undrunar- efni þótt vinstrisinnaðir menntamenn hafi ekki hlaupið í fangið á Almenna bókafélaginu sem þarna talar sama máli og Jónas frá Hriflu að viðbættum sjálfum McCarthy? Hlutu slíkir vinstrimenn ekki að óttast það að AB, sem átti að bakhjarli ýmis öflugustu fyrirtæki landsins, gæti komist í aðstöðu til að ráða því, hverjir teljast skaðlegir kommúnistar í menningunni og hverjir ekki? Var nema von þeir vildu ekki leggja slíkum félagsskap lið við að drepa Mál og menningu, sem þeir töldu, þrátt fyrir ýmsa vankanta, hafa unnið mörg þörf verk?30 AB-menn töldu sig eiga nokkurn þátt í því að það þætti ekki lengur fínt að vera kommúnisti og þeir fögnuðu því að Sovéttrúin, sem miklu hafði ráðið um hugarfar sósíalista, var á undanhaldi.31 En þeir áttuðu sig ekki á því, að undanhald sovéttrúar gat líka verið fagnaðarefni mörgum vinstrisinnum sem sjálfir voru leiðir orðnir á sjálfumglöðu flokksræði - og þeir skildu ekki hvers vegna obbinn af skáldum hélt áfram andófi gegn erlendum herstöðv- um, kjarnorkuvígbúnaði og Víetnamstríði, svo nokkur vinstrimannamál séu nefnd. Og Mál og menning hélt áfram að vera til. Sú var þó ekki ástæðan fyrir því að Félagsbréf AB hætti að koma út - heldur, að því er Baldvin Tryggason segir, pólitísk tilætlunarsemi hans eigin manna. Hann kveðst hafa ákveðið að hætta að gefa tímaritið út vegna þess að ef umfjöllun í því um bækur forlagsins var ekki nógu jákvæð „þá fékk ég bullandi skammir héðan og þaðan... Ég ætti að láta skrifa alminnilega um okkar höfunda!" Baldvini Tryggvasyni er nokkur vorkunn - eitthvað svipað hafa fleiri heyrt. Ég get skotið því að hér, að gagnrýnandi á Þjóðviljanum um langa hríð fékk líka orð í eyra ef hann var ekki nógu jákvæður í garð rithöfúnda sem TMM 2000:3 malogmenning.is 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.