Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 82
ÁRNl BERGMANN hreinlega á sálinni af því að þeir þorðu ekki að skrifa eins og andinn bauð þeim af ótta við að verða ekki nægilega vel tekið.“ Og ef menn, í þjóðfélagi sem er þó ekki grimmara en hið íslenska, þora ekki að skrifa eins og „andinn býður“ af ótta við slæmar viðtökur, þá eru þeir reyndar svo litlir fyrir sér að þeim færi best að fá sér eitthvað annað að sýsla við. Gleymum því heldur ekki, að það flókna samspil stjórnmála og bók- menntasköpunar sem hér hefur verið skoðað hafði vissar jákvæðar hliðar og það ekki ómerkilegar. Bókafélögin, sem öll áttu sér pólitískar rætur, gáfu öll út ágætar bækur og ódýrari en lesendur áttu von á. „Stjórnmálavæðingin“ færði ýmsa hvunndagslega lágkúru í kunningjapoti og stríði um athygli í virðulegra og dramatískara form. Lyfti skáldarígnum eilífa upp fyrir persónulegt hnútukast með því að gera rithöfunda, beint og óbeint, að þátt- takendum í miklu og sögulegu drama, líka miðlungshöfunda og smáskáld. Það gat vel eflt skáldum sjálfstraust að pólitísk öfl tóku mark á því sem þau skrifuðu, mátu mikils liðsinni rithöfundar og virtust jafhvel óttast hina skæðu “skálda hefnd.” Samspil bókmennta og stjórnmála gat farið fram á ómerkilegu plani flokkarígs - en harðar deilur um félagslegt inntak bók- menntaverka, boðskap skáldskaparins tengdust því um leið að lesendur töldu bókmenntir skipta miklu máli og leituðu sér þar traust og halds í tilverunni. Fyrir hundrað árum fór Thomas Mann afar háðslegum orðum um rithöf- undinn í samfélaginu ( „Im Spiegel“ 1907). Skáldið er vita gagnslaus trúður, segir hann, frekur og grunnfærinn gutlari, látið mig vita það, ég er sjálfur skáld. Mesta furða, segir Nóbelsskáldið sem síðar varð, hvað samfélagið læt- ur þetta fyrirbæri njóta mikillar virðingar - líklega er það vegna þess að menn vona enn, að skáldið geti bjargað og haldið við samhljóm og samlyndi þeirra í milli. Síðan gengu skáld og samfélög í gegnum margar pólitískar freistingar og áform um að skapa farsælan samhljóm í sambúð listar og þjóðfélags og í betra mannlífi. Þeir tímar eru liðnir, og aftur sýnist mörgum að rithöfundur sé fyrst og frernst trúður, trúður á markaðstorgi. Kannski er munurinn helst sá frá tímum Thomasar Manns, að nú leggur hann sig svo rækilega ffarn um að vekja athygli, láta aðra sjá hve flinkur hann er að slá eldglæringar, að sú virðing sem skáld njóta hefur mjög skroppið saman. Eða eins og ungur pistlahöfundur segir nýlega í íslensku dagblaði: „Þetta var tímabilið þegar samfélagsumræða í listum fór úr tísku og listamenn hættu að hafa aðra hug- sjón en sjálfa sig í listunum. Þetta var tímabilið þegar tískan var í tísku.“47 Vonandi er hér ofmælt eins og verða vill í alhæfingum. Og kannski skiptir það mestu, þegar allt kemur til alls, að þótt hver og einn, skáld, gagnrýnandi, lesandi, hljóti að viðurkenna að hann er háður sínum tíma, þá hafi hann bein 80 malogmenning.is TMM 2000:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.