Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 86
PÉTUR GUNNARSSON aldrei „bragðað að byggja þar nokkuð þess konar“. Borgin íyrir honum virð- ist vera eins og tjald sem hægt er að fella og reisa án aðdraganda. Og Innréttingarnar risu líkastar leikmynd, spánnýtimburhúsalengja á tvær hendur og aðalstræti í miðið. En það er ekki þar með sagt að kviknað hafi bæj- arlíf, aftur á móti voru eldsvoðar tíðir, bæði í timbri og holdi, húsbrunar og kynsjúkdómar. Að 20 árum liðnum voru Innréttingarnar lýstar gjaldþrota, en húsin stóðu eftir og fólkið sem fékkþetta furðulega heiti: tómthúsmenn. Tómt hús, af þvi hér voru ekki hafðar skepnur: sauðfé og nautpeningur voru eftir sem áður sá grundvöllur sem mannlífið reis á, einbert fólkið reiknaðist sem tómt hús. Það er ekki fyrr en Reykjavík er komin með heila að hér kviknar bæjarlíf. Þegar Alþingi er endurreist í Reykjavík um miðja 19. öld og Latínuskólinn flyst til bæjarins með námsmönnum og kennaraliði og blaðaútgáfa hefst með tilheyrandi vitsmunalífi. En eftir sem áður ríkir félagsleg örbirgð í Reykjavík, þetta er sofandi bær þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir stöku vöku- manna á borð við Sigurð málara sem reyndu að hefja hér leiklistarstarfsemi og drífa upp listalíf. Helstu skemmtanir bæjarbúa, fyrir utan messur, brúð- kaup og jarðarfarir, voru fyrirlestrar sem andans menn bæjarins tókust á hendur. En á undan lestrinum tróð gjarnan upp tannlæknir bæjarins, Nikk- ólín að nafhi, og söng við píanóundirleik. f einum slíkum lestri, undir lok aldarinnar, fer Gestur Pálsson þessum orðum um bæjarlífið: „Menntalífið í bænum er alveg eins og bærinn sjálfur á kvöldin, þegar dimmt er orðið: í flestum húsum einhverjar ljóstýrur fyrir heimilisfólkið, ætíð það minnsta, sem komist verður af með, og fyrir utan þennan fátæklega ljóshring, sem þessar „familíu“-týrur gera, ekkert nema kolsvart myrkur, niðdimm nótt, sem ekki veit af því, að nokkurt ljós eða nokkur himinn sé til.“ Um aldamótin 1900 eru öll helstu skáld þjóðarinnar búsett í Reykjavík: Steingrímur Thorsteinsson, Benedikt Gröndal, Matthías Jochumsson, Hannes Hafstein, Þorsteinn Erlingsson, Einar Benediktsson - en ekkert þeirra gerir Reykjavík að yrkisefni - fagurfræðilega er hún ekki boðleg. Aldarfjórðungi síðar er Reykjavík á allra skálda vörum, í millitíðinni hefur atvinnubylting togaranna megnað að hefta strauminn sem undanfarna ára- tugi hafði legið vestur um haf og heimatilbúin Ameríka verður til á eyrinni við Kollafjörð. f blöðum landsmanna er á þriðja áratugnum tekið að vara við ofvexti borgarinnar, þessum aðskotahlut í þjóðarlíkamanum sem muni - ef ekki verður tekið í taumana - ganga af honum dauðum. Á þessu méli telur borgin innan við 20 þúsund íbúa, um 20% þjóðarinnar. En það er eins og höfundar þessara Reykjavíkurbréfa hafi haft veður af 84 malogmenning.is TMM 2000:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.