Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 119
RITDÓMAR
snyrtilegu og hreinu. Heimavinnandi
húsmæðrum er lýst sem einvöldum; þær
eru „heimspekingar innanstokksmuna
og þrifa. Þar sem hreinsilögurinn er fyr-
irgefningin, ef allt annað er eins og það á
að vera“ (10). Og þannig hugsar Katla
þar sem hún fylgist með móður sinni
sinna heimilisstörfunum:
Ég ímyndaði mér að hún væri lest sem
væri föst á spori og gæti ekki annað en
haldið áffam. Hún kom siglandi hægt
en ég heyrði skellina í inniskónum
hennar sem dumpuðu reglubundið
upp í hælana á henni og smullu síðan í
gólfið. Og ég fylgdist með henni stoppa
við eitthvað, dusta af því ósýnilegt ryk,
strjúka yfir bænirnar sem hlutu að
liggja yfír öllu vegna alls jesúsins og sál-
matuldursins sem kom ffá henni. (21)
Það er í málsgreinum eins og þessari sem
lesanda finnst glóa af gullinu í höfði
sögukonu.
Þroskasaga?
Höfundur eyðir miklu púðri í lýsinguna
á þessari þöglu og tengslalausu fjöl-
skyldu. Sú saga er áhrifamikil og virkar
sem gildur þáttur í uppbyggingu þeirrar
sjálfsmyndar sem textinn byggir upp.
Ýmislegt hér minnir á gerð hefðbund-
innar þroskasögu og reyndar er alveg
hægt að halda því fram að þessi skáldsaga
sé öðrum þræði þroskasaga Kötíu. Þetta
á sérstaklega við fyrri hluta bókarinnar.
Sagan er í sex hlutum og lýsir sá fyrsti
barnæsku Kötlu, annar hluti lýsir ung-
lingsárum, sá þriðji árunum eftir stúd-
entspróf þegar Katla veikist, fjórði,
fimmti og sjötti hluti lýsa síðan lífinu
innan veggja spítalans og í lokin stroki
Kötlu og annars sjúklings af spítalanum.
Það er mín skoðun að þroskasagan,
sagan af Kötlu og foreldrum hennar, sé
hin „merkilega saga“ sem vísað er til í bak-
síðutexta bókarinnar. En sú saga er þó
síður en svo sagan öll, því þrátt fyrir að
höfundur dvelji nokkuð við þá sögu, eins
og ffam er komið, þá eru það aðrar sögur
sem vinda frásögninni áffam en sem um
leið veikja ffásögnina - að mínu mati - í
sífelldum tilraunum sögumanns/höf-
undar til að ganga ffam af lesanda. Ég get
því miður ekki túlkað það öðru vísi þar
sem margar þessara ffásagna eru út í hött
og utan við efnið og minna þegar verst
lætur á lýsingar úr lélegu klámblaði (sjá
t.d. lýsingu á því þegar skólasystir Kötlu
lætur hana sleikja sig og ríða með gúmmí-
belli, bls. 42-44). Bilið á milli þeirrar lýs-
ingar og bestu kafla sögunnar er
óbrúanlegt og í raun ótrúlegt að sama
manneskja haldi þar á penna. Sagan af
misþyrmingunni á Viggu, sem einnig er
sjúklingur á geðdeild, er gróteskur há-
punktur sögunnar, en virkar bæði fáránleg
og ótrúleg. Það er synd að Didda skuli
klúðra ágætu söguefni sínu á þeirri
„skyldu" (?) að krydda ffásögn sína með
nógu miklu kynlífi, klámi og ofbeldi, svona
eins og til að halda á lofti því vörumerki
sem hún var stimpluð með í byrjun.
Hvað er gullið í höfðinu?
Ef undirtitill sögunnar er skilinn
íronískum skilningi og ályktað að í raun
bendi hann á andhetjulegt eðli söguper-
sónunnar, eins og gert var hér að fr aman,
liggur beinast við að spá nánar í sjálfan
aðaltitilinn. Hvers eðlis er það gull í
höfðinu sem titillinn vísar til? Fyrst er
minnst á gullið á þegar Katla fylgist með
móður sinni taka til:
Horfði en sá ekki endilega hana. Sá
alltaf allt annað. Sá gullið í höfðinu á
mér, skínandi eins og fjársjóð innst
inni í helli hugsana minna. Og enginn
spurði mig að því hvort það væri hægt
TMM 2000:3
malogmenning.is
117