Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 122
RITDÓMAR
það eina sem sjáanlega gerir barnið að
barni eins og við flest þekkjum. Annars er
hann eilíft á skjön við aðra. Hann kremur
fuglsunga til dauða með fætinum og hef-
ur af því gleði, reyndar sakbitna. Þar gerir
hann sér a.m.k. grein fyrir að hegðunin er
ekki viðurkennd. Hann lýgur og lemur,
og skólasystkini hans kalla hann brjálað-
an.
Þetta voru sömu krakkarnir og hóp-
uðu sig saman í frímínútunum og
hvísluðu leyndarmálum hvert að
öðru, flissuðu og hlógu eins og kjánar.
Þeim fannst ég heimskur og leiðin-
legur.
Ég hataði þau.
Farðu af lóðinni eða ég drep þig,
sagði ég og sýndi honum hamarinn.
Hann er brjálaður, sagði stelpan og
saup hveljur.
Fáviti, tautaði skólabróðir minn
með fyrirlitningarsvip.
Síðan sneru þau öll við.
Fáviti.
Áður en ég vissi af hafði ég barið
hann af alefli í hnakkann með hamr-
inum.
Bls. 32
Hann kemur sér endanlega út úr húsi.
Hann ræður ekki við viljann og hatrið,
vald hans yfir sjálfum sér er ekkert en í
staðinn kemur hann sér upp valdi yfir
hinum. Ofbeldið sjálft eða hótanir um
það veita honum vald. f besta falli eru
menn afskiptalitlir en oft eru þeir ótta-
slegnir. Hann sparar ekki hrottaskapinn
þegar sá gállinn er á honum.
Líf hans verður vonlítil endurtekning;
hann fer af einum lítið gefandi vinnustað
á annan, úr einu hreysinu í annað, á eitt
fýlleríið af öðru. Endurteknar lýsingar á
barsetu hans með nánast sömu orðun-
um undirstrika tómleika endurtekning-
anna. Hann treinir sér bragðið af froðu
bjórsins og nýtur þess að þjónninn lætur
hann í friði.
Hann verður fyrir opinberun þegar
hann kveikir í fyrsta skipti í. Eldurinn
kemur honum til.
Ég hitnaði allur að innan og mér fór að
líða eitthvað undarlega í maganum,
eða kannski aðeins neðar.
Ég nuddaði saman lærunum og
starði á eldinn.
Mig svimaði örlítið.
Ég naut þess að horfa á dansandi
logana.
Það var eitthvað skrýtið að gerast
inni í mér.
Óttinn var horfinn og eitthvað ann-
að tekið við.
Ég hélt áfram að nudda saman lær-
unum án þess að ég vissi hvað ég var að
gera.
bls. 37
Hann verður óttasleginn yfir því sem
hann hefur gert af því að þrátt fyrir allt var
það slys en hann örvast svo við þessar
kringumstæður að allar götur síðan virð-
ist hann tengja kynhvötina við eld eða
kannski öllu heldur ódæði. Þegar óminn-
ishegrinn slæst endanlega í för með hon-
um fýkur síðan í síðasta skjólið. Hann
drýgir ónefnanlegan glæp og stútfyllist af
efasemdum um geðheilsu sína, nötrar af
ótta og stendur þá ekki á sama um allt og
alla. Hann fær dúndrandi ranghugmynd-
ir og sannar þar með geðveiki sína. Hann
er þjakaður af grimmd og vanlíðan, er
hreint enginn stássgripur í samfélagi
manna og gerir sér vel grein fýrir því.
Að sumu leyti er það vandmeðfarið
söguefnið sem heillar mig. Siðblinda og
geðveiki eru umfjöllunarefhi sem eiga
ekki greiða leið upp á pallborðið. Englar
Einars Más Guðmundssonar hafa hugs-
anlega opnað fyrir þessa umræðu. En
fyrst og ffernst er það stíll Myrkravélar-
120
malogmenning.is
TMM 2000:3