Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 127

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 127
RITDÚMAR mágkonu Starkaðar sem kemur með þá athugasemd að það sé „víst þægilegra að vera gras en karlmaður” (30). Ástin og dauðinn Ást Starkaðar og Elku er nokkurs konar bindiefhi frásagnarinnar. Ef hægt er að tala um einn þráð í sögunni er hann þessi ást sem virðist mörkuð dauðanum allt ffá upphafi eins og eftirfarandi brot úr ljóði Starkaðar ber með sér: Ást; kjarnorkusprenging í hjartanu Síðan dreifist geislavirknin um blóðið. (10) Starkaður elskar Elku út af lífinu í bók- staflegum skilningi og hún er jafnffamt músa hans og sú sem gerir honum kleiff að ljúka við héraðslýsinguna. Hvort það er þessi ást Starkaðar sem dregur smám saman úr henni lífið lætur frásögnin ekki uppi, en saman ganga þau í lokin upp á fjallið og inn í birtuna, ásamt hinum dularfulla gesti sem enginn veit fyrir víst hver er. Þau sameinast birtunni sem í þessari sögu er allt í senn mynd skáld- skaparins, ástarinnar, minninganna, sannleikans og dauðans. Birtan áfjöllunum er sérstæð og fallega skrifuð bók. Jón Kalman hefur náð að skapa sér rödd og stíl sem greinir hann frá öðrum höfúndum sem nú skrifa, textinn virðist að mörgu leyti tilheyra öðrum tíma líkt og söguefúi hans og þótt hann sé á köflum eilítið yfirlýsingaglaður er hann skemmtilegur með öllum sínum ýkjum, sérkennilegu persónum og hliðarsporum sem höfúndur leyfir sér að fylgja um leið og hann vefúr þessa minningarþræði saman í heildstæða en margbrotna og allt annað en hefðbundna ffásögn. Kristín Viðarsdóttir Ljár sem fellir augngrös Gyrðir Elíasson: Hugarfjalhð. Mál og menning 1999.103 bls. Gyrðir Elíasson er mjög afkastamikill höfúndur. Hann hefúr gefið út tug ljóðabóka, nokkur smásagnasöfú, tvær skáldsögur og að auki hefur hann þýtt nokkrar bækur. Gyrðir er jafúvígur á ljóð og laust mál. Hann hóf feril sinn með því að gefa út fimm ljóðabækur áður en skáldsagan Gangandi íkorni kom út árið 1987. Gyrðir gerði ýmsar tilraunir í fyrstu ljóðabókum sínum á árunum 1983-1986 en áttunda bókin Mold í Skuggadal sem út kom 1992 markaði nokkur tímamót á skáldferli hans. Efúistök hans urðu markvissari og stíllinn einfaldari og agaðri og minna ber á óþoli og órósemi sem einkenndu æskuverk hans. Hugarjjallið er efnismikil ljóðabók og er efúi hennar skipt niður í þrjá kafla. Sum ljóðanna eru náttúrumyndir og fremur kyrrstæð en önnur eru byggð á sviðsetningu og algengt er að vísað sé til nafngreindra persóna, off rithöfunda og listamanna en einnig til heimskauta- könnuða sem virðast vera Gyrði hug- stæðir. Eftirtektarvert er sömuleiðis hvað sjónarhorn er fjölbreytt í Hugarfjallinu, að sjálfsögðu er oft talað í fýrstu persónu eintölu eins og algengast er í ljóðum, en oft notar Gyrðir einnig þriðju persónu eintölu og lýsir þannig persónum eða fyrirbærum utan frá. Eins má nefna að Gyrðir talar stundum í fýrstu persónu fleirtölu eins og til að leggja aukna áherslu á að við erum öll á sama báti. Sem dæmi má taka ljóðin „Síðsumar í dalnum“ og „Morgunljóð". Að lokum má einnig finna ljóð í Hugarfjallinu þar sem „þú“ er ávarpað og eitt ljóðanna ber einfaldlega titilinn „Til þín“. Myndmál ljóðanna er yfirleitt auð- skilið og einfalt en einfaldleikinn hverfur þegar að túlkun kemur - mörg ljóðanna TMM 2000:3 malogmenning.is 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.