Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 128
RITDÓMAR eru margræð og sum jafnvel óræð. Ljóðheimur Gyrðis er byggður upp af ýmsum sértáknum og stefum sem eru lesendum hans vel kunn. f Hugar- fjallinu eru áberandi myndhverfingar sem samanstanda af huglægum fyrri lið og hlutlægum síðari lið sem oft er sóttur til náttúrunnar. Gott dæmi um slíkar myndhverfingar er að finna í síðasta erindi upphafsljóðsins „Undir fjalli": Hugarlaufm visna, það er haust í Inndölum Hugarlauf vísar auðvitað til innri veruleika, það er haust í sál mælandans. Inndalir gætu sömuleiðis vísað til hugans en er með stórum staf, líkt og um sérnafn sé að ræða og vísar þá til dala sem liggja nálægt hálendinu og þar haustar venjulega íyrst. Gyrðir notfærir sér hér tvíræðni tungumálsins á skemmtilegan hátt. Mörg fleiri dæmi mætti tína til úr Hugarfjallinu um svipaðar samsetn- ingar, t.d. í ljóðinu „Þekkingarleit" þar sem lýst er erfiðu ferðalagi grasmaðks sem skríður upp brekku. Skýring ljóðsins á því að maðkurinn vílar ekki fyrir sér erfiðið er: „En hann er á leið / á bóka- safnið / þar sem hugargrasið / sprettur // Lífseigast / allra grasa“. Nafn bókarinnar er einmitt enn eitt dæmið um mynd- hverfingar þar sem skeytt er saman huglægu og hlutlægu orði. f samnefndu ljóði „Hugarfjallið“ er að finna dálítið meitlaða og kaldhamraða ádeilu á manninn. Ljóðið hljóðar svo: Langt undir íjallinu er æð í berginu. Þar er gullið í manninum geymt. Skortur á eftirspurn hamlar námuvinnslu. Einhvern veginn hljómar þessi ádeila kunnuglega, það er djúpt á gullinu í manninum en finnst þó. Einhverra hluta vegna nær þetta ljóð ekki alveg að lifna við þó það sé snoturlega samið. Sama má segja um ljóðið „Leiðrétting“ en þar segir að sjórinn sé „aðeins / þessi söltu tár / allra sem hafa / fæðst“. Hér er um of byggt á notuðum hugmyndum til að ljóðin nái að vísa út fyrir sig. En þetta er undantekning. Oft leikur Gyrðir sér skemmtilega að tungumálinu og getur jafnvel notfært sér orðaleiki til að hnykkja á boðskap ljóðanna, víkka samhengi og einfaldlega hitta í mark eins og á við um ljóðið „Utan við landakortið“ sem íjallar um Astrid Lindgren níræða: Hvaðan kemur það sem hendurnar hafa fært á blað? Úr löndunum handan við heiminn Smálönd verða stór lönd Meistaraleg notkun andstæðna er eitt af einkennum ljóða Gyrðis. Hér leikur hann sér með andstæðurnar smátt-stórt á áhrifaríkan hátt. Mjög oft notar Gyrðir andstæðurnar myrkur og ljós í ljóðum sínum. Þetta stílbragð er mjög áberandi í Hugarfjallinu sem og í fyrri verkum hans. Ljóðin „Svarthvít mynd“ og „Máttur fugla“ eru á margan hátt dæmigerð fyrir ljóðlist Gyrðis. í fýrrnefnda ljóðinu er lýst þegar starar hefja sig til flugs af gráu grindverki ffaman við grátt hús „Upp úr þokunni, / á svörtum vængjum / inn í ljósið“. í síðarnefhda ljóðinu er lýst göngu ljóðmælanda í góðu veðri niður að vogi nokkrum þar sem fjölskrúðugt fuglalíf er. Ljóðmælandi er samt ekki glaður: 126 malogmenning.is TMM 2000:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.