Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Side 67
BRÉF TIL HELENU KADESKOVU Aumingja Margrét hefur ekki átt töskuspegil langalengi. Sá síðasti brotnaði og síðan mölbrotnaði fyrir ævarlöngu. Einn morgun um daginn fór hún í skáphilluna, sem kafFiboxið stendur á, tók boxið og lagaði kaffí og lét það svo aftur á hilluna. Þú manst, hvar sú hilla er í skápnum. Þar var ekkert nýtt til tíðinda, enda ekki við að búast. Um hádegi hafði hún farið fimm sinnum í hilluna eftir hinu og þessu. Og þar var ennþá allt tíðindalaust. En þegar hún fór í hilluna í sjötta sinn, rétt eftir hádegið, hvað heldurðu að þá blasi við henni fremst á hill- unni? Spegilfagur töskuspegill, tvöfaldur, svo að hægt er að sjá sig í honum báðumegin. Þessi spegill hafði ekki verið til hér í íbúðinni áður og gestur hafði enginn komið þennan dag. Nokkrar fagrar veizlur hafa verið haldnar hér í vetur, en ekki marg- ar. Laugardaginn 3. marz var hingað boðinn slatti af útlendum háskólastúdentum: Japani, tveir Kínverjar, sænsk stúlka, færeyskur piltur og stúlka og finnsk stúlka (sú sem fór með þér á andatrúaróper- una til Hafsteins). Þar að auki voru þrír íslenzkir gestir: Tómas nokkur óperumaður og kona hans og Bidda systir. Allir sungu lög frá sínum löndum og óperumaðurinn spilaði undir á gítar. Ég stjórnaði músik- inni. Tólf þriggjapelaflöskur af Þorláksdropum drukknar upp. Síðari hópur útlendu stúdentanna var kallaður hingað laugardag- inn 31. marz. Það voru hjón frá Svíþjóð, kona frá Noregi, stúlka frá Danmörku, stúlka frá Þýzkalandi, stúlka frá Ástralíu og færeyski pilt- urinn aftur. Auk þess voru þrír stúdentar boðnir, en gátu ekki komið sakir boðs á öðrum stað. Aðeins einn íslenzkur gestur var þetta kvöld, Gísli Ásmundsson, sá er þú komst heim til í fýrra vor. Þetta kvöld var ekkert sungið, en margt hjalað. Fjórtán flöskur drukknar í botn. Samt enginn fullur. Þýzka stúlkan sagði við mig, þegar hún kvaddi mig í stiganum: „Hafðu sona aftur næsta vetur.“ Nú er 5. maí. Enni Petro kom hér í gær og sat í sófanum þínum góða stund. Hún kom eiginlega til að kveðja okkur. Hún er að fara vestur að Hrafnabjörgum í Arnarfirði. Mun hafa verið þar í fyrra sumar. Hún gerði ráð fýrir að koma aftur til bæjarins í júní. Þá kemur bróðir henn- ar til Reykjavíkur, og þau munu ætla að ferðast eitthvað um landið. Hún sagði okkur þær fréttir, eftir prófessor Steingrími Þorsteinssyni, að þú mundir kannski koma hingað í vor, í maí. Hún sagðist hlakka til að hitta þig hér í okkar húsakynnum. Margrét segir, að þú eigir að koma í vor. Þú getir fengið hér nóg að gera í sumar. TMM 2000:4 malogmenning.is 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.