Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Side 73
SAFNGRIPIR framan, takk íyrir. Þegar ég gekk fram fyrir bílinn, illa skelkuð eftir átökin og formælandi dekkjaverkstæðinu, varð mér litið yfir borgina: Víst voru þetta tómir saltstöplar, breiða af litverpum steypudröngl- um. Þessi sýn hefði ekki breytt ferðaáætlunum Gunnars forðum. En hvað vissi ég hvort þetta þýddi eitthvað. Kannski eins gott. Og nú var að duga eða drepast. Önundarfjörður, hann var nú alltaf fallegur, síðasti fjörður áður en kæmi að heimaslóðunum. Þetta var eins og að aka aftur í sjálfa sig; minnti mig á sunnudagsrúnta vestur yfir heiðar í gamla daga, stundum hossuðumst við alla leið til Hrafns- eyrar. En vegirnir höfðu batnað til muna, meira að segja komnar brýr yfir heilu firðina. Og svo voru það göngin. Ég var ekki spennt fyrir göngum, átti vanda til innilokunarkenndar, en vildi þó endilega reyna þessa margumtöluðu samgöngubót. Ég ók hægt inn í dimmuna, til að leyfa augunum að venjast henni. Göngin voru reyndar prýðilega lýst, ljóskeilurnar í þráðbeinni röð sem sá ekki fýrir endann á. Þetta er ekki sem verst, hugsaði ég. En þegar lengra dró og ekkert bólaði á opinu hinum megin og loftið varð rykmettað og þungt ókyrrðist ég og fór að auka hraðann. Er þetta endalaust? hugs- aði ég þar sem ég þeysti eftir göngunum eins hratt og ég þorði, ætlar þetta ekki að taka enda? Mér fannst rykið vera að stoppa vit mín þarna í iðrum jarðar, ímyndaði mér að von bráðar mundu lungun stíflast. En þá loksins varð ég vör við ljósglætu og svo víkkuðu göngin í forskála; ég var komin út. Það var eins og ég væri að ganga í endurnýjun lífdaga, slíkur var léttirinn. Og þarna klúkti hann á eyrinni eins og áður, bærinn minn, varinn af fjöllum sem tóku sinn toll. Það var ekki að sjá að neitt hefði breyst. Þegar ég ók inn í kaupstaðinn sá ég hins vegar og fann að eitthvað hafði breyst. Kannski var það bara endurnýjunin, ný hús hér og þar, og þetta breytta aksturslag, aðalgatan orðin einstefna. Á Sjúkrahústún- inu stóð nú minnisvarði mikill, um tónlistarfrömuð bæjarins sá ég síðar, og virtist vera notaður sem markstöng af krökkunum. Kirkjan var auðvitað sviðin, neglt fýrir gluggana svo einungis sá í sótuga karma, en gömlu verslunarhúsin í Neðsta - niðurníddir kumbaldar á mínum æskuárum - aftur á móti orðin hin glæsilegustu. Ég vissi satt að segja ekki hvor kenndin var ágengari, kunnugleikinn TMM 2000:4 malogmenning.is 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.