Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 73
SAFNGRIPIR
framan, takk íyrir. Þegar ég gekk fram fyrir bílinn, illa skelkuð eftir
átökin og formælandi dekkjaverkstæðinu, varð mér litið yfir borgina:
Víst voru þetta tómir saltstöplar, breiða af litverpum steypudröngl-
um. Þessi sýn hefði ekki breytt ferðaáætlunum Gunnars forðum.
En hvað vissi ég hvort þetta þýddi eitthvað. Kannski eins gott.
Og nú var að duga eða drepast. Önundarfjörður, hann var nú alltaf
fallegur, síðasti fjörður áður en kæmi að heimaslóðunum. Þetta var
eins og að aka aftur í sjálfa sig; minnti mig á sunnudagsrúnta vestur
yfir heiðar í gamla daga, stundum hossuðumst við alla leið til Hrafns-
eyrar. En vegirnir höfðu batnað til muna, meira að segja komnar brýr
yfir heilu firðina.
Og svo voru það göngin.
Ég var ekki spennt fyrir göngum, átti vanda til innilokunarkenndar,
en vildi þó endilega reyna þessa margumtöluðu samgöngubót. Ég ók
hægt inn í dimmuna, til að leyfa augunum að venjast henni. Göngin
voru reyndar prýðilega lýst, ljóskeilurnar í þráðbeinni röð sem sá ekki
fýrir endann á. Þetta er ekki sem verst, hugsaði ég. En þegar lengra dró
og ekkert bólaði á opinu hinum megin og loftið varð rykmettað og
þungt ókyrrðist ég og fór að auka hraðann. Er þetta endalaust? hugs-
aði ég þar sem ég þeysti eftir göngunum eins hratt og ég þorði, ætlar
þetta ekki að taka enda? Mér fannst rykið vera að stoppa vit mín þarna
í iðrum jarðar, ímyndaði mér að von bráðar mundu lungun stíflast. En
þá loksins varð ég vör við ljósglætu og svo víkkuðu göngin í forskála;
ég var komin út.
Það var eins og ég væri að ganga í endurnýjun lífdaga, slíkur var
léttirinn.
Og þarna klúkti hann á eyrinni eins og áður, bærinn minn, varinn af
fjöllum sem tóku sinn toll. Það var ekki að sjá að neitt hefði breyst.
Þegar ég ók inn í kaupstaðinn sá ég hins vegar og fann að eitthvað
hafði breyst. Kannski var það bara endurnýjunin, ný hús hér og þar, og
þetta breytta aksturslag, aðalgatan orðin einstefna. Á Sjúkrahústún-
inu stóð nú minnisvarði mikill, um tónlistarfrömuð bæjarins sá ég
síðar, og virtist vera notaður sem markstöng af krökkunum. Kirkjan
var auðvitað sviðin, neglt fýrir gluggana svo einungis sá í sótuga
karma, en gömlu verslunarhúsin í Neðsta - niðurníddir kumbaldar á
mínum æskuárum - aftur á móti orðin hin glæsilegustu.
Ég vissi satt að segja ekki hvor kenndin var ágengari, kunnugleikinn
TMM 2000:4
malogmenning.is
71