Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 84
RÚNAR HELGl VIGNISSON
að ég óttaðist helst að maðurinn hefði tognað. Ég hef sagt það áður,
hélt hann svo áfram, og ég get sagt það við þig líka, að við þurfum ekki
fólk eins og þig til að segja okkur fyrir verkum. Það er ekki eins og við
séum vanþróað land, við erum fullfærir um að bjarga okkur sjálfir nú
sem hingað til.
Stuttu seinna bárust fregnir af því að rækjuverksmiðjan sem þessi
bæjarfulltrúi veitti forstöðu hefði fengið greiðslustöðvun. í yfirlýsing-
um vegna greiðsluerfiðleika fyrirtækisins lét hann svo um mælt að í tíð
fyrrverandi meirihluta hefði meira verið hugað að því að byggja upp
starfsemi sem lítið gæfi af sér fyrir bæjarfélagið og skapaði litla at-
vinnu heldur en að búa sjávarútvegsfyrirtækjum bæjarins, sem allt
byggðist á, skárri rekstrarskilyrði.
Ég sá að ég yrði að beita öðrum aðferðum við að koma hugmyndum
mínum á koppinn. Reyndar var ég sem lömuð eftir ádrepur stórhöfða
fyrst í stað, vissi ekki betur þegar ég kom vestur en einhugur ríkti um
uppbygginguna í Neðsta.
Blessuð taktu hann ekki alvarlega, sagði gamall skólafélagi hans við
mig. Ég var í leikfimi með honum og hann komst aldrei yfir hestinn.
Maður á ekki að láta ytri atburði, hvað þá fordóma vina sinna, hafa áhrif
á sig, en maður er nú einu sinni mannlegur. Með tímanum fór ég að sjá
fyrir ffaman mig þybbinn mann og stuttfættan með ffemur rytjulegt
hár og skegg. Mann sem ævinlega gekk um í peysugarmi og vinnubux-
um, lagði sér fátt til munns annað en fisk og safhaði svo beinagörðunum
í þokkabót. Þetta var auðvitað ekki mín manngerð, en samt var eitthvað
við hann sem ég hafði ekki fundið hjá öðrum.
Hver ertu Andi? spurði ég einn daginn.
Ætli maður verði ekki að skoðast í sögulegu samhengi, sagði hann
sposkur.
Hvað áttu við? Á ég kannski að beita fræðilegum aðferðum við að
skoða þig? Nýsöguhyggju kannski?
Hvað skyldi það nú vera?
Að allt sé eins konar texti eða ffásögn sem verður að skoðast í ljósi
samtímans.
Já, ætli ég sé ekki bara texti. Lesmál.
82
malogmenning.is
TMM 2000:4