Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 104
EINAR MÁR JÓNSSON ótraust í byrjun, og auk þess var ný vá fyrir dyrum, eða svo fannst Rómverj- um að minnsta kosti. Það var nefnilega á allra vitorði að andstæðingur Octa- vianusar og keppinautur, Antonius, var í slagtogi við egypska drottningu, Kleópötru, og því óttuðust menn að ef hann bæri sigur úr býtum væri úti um Rómaveldi eins og það hafði verið byggt upp og menn þekktu það: Antonius myndi gera það að austrænu konungsríki, taka upp framandi hætti og Róm- verjum harla ógeðfellda, og jafnvel flytja stjórnina til Alexandríu. Octavian- us varð að lokum ofan á, eftir sigurinn í orustunni við Actium 31 f.Kr., og fékk þá nafhið Ágústus keisari sem hann er nú þekktur undir í sögunni. Það er út í hött að líta á þennan höfund rómverska keisaraveldisins í ljósi atburða 20. aldar, eins og stundum hefur verið gert, og sjá í honum e.k. fornan Mús- sólíni, eða eitthvað þaðan afverra, en nauðsynlegt er að benda á eitt: á fyrstu stjórnarárum hans var ekki sýnt hvaða stefnu hann ætlaði að taka né heldur hvort friðurinn yrði varanlegur. Það þurffi því nokkur tími að líða, áður en menn gátu farið að horfa vongóðum augum fram á veginn. III í þessum miklu stormsveipum voru einstaklingarnir leiksoppar afla sem þeim var gersamlega ofviða að ráða við, þeir gátu fátt annað gert en vera vitni eða fórnarlömb atburðanna, velta því fyrir sér hvað væri á seyði, og sveiflast milli vonar og ótta. í þeim hópi var skáldið Virgill, sem var í nánum kunningsskap við menn af ólíkum stigum, bæði háa og lága, sem áttu allt undir því hvernig gæfuhjólið snerist; hann skynjaði tímana á mjög sterkan hátt og þær tilfinningar leitaðist hann við að túlka í verkum sínum. Menn skyldu samt ekki halda að þau séu „pólítísk" í neinum venjulegum skilningi, þó í þeim megi finna á stöku stað skýrar tilvísanir til einstakra atvika, því Virgill leit ekki á hið hversdagslega yfirborð atburðanna; hann sá þá og upp- lifði á allt öðru sviði, á sviði skáldskaparins, þar sem þeir tóku á sig alls kyns gerfi, fléttuðust saman við goðsagnir og tákn og runnu inn í aðrar tíma- víddir, þannig að við það opinberaðist sannleikur sem venjulega var hulinn. Það var þetta sem Virgill orti um: á þennan hátt vildi hann ganga á hólm við sinn samtíma. Og það er af þessum sökum, að verk hans eiga jafnmikið er- indi til manna tvö þúsund árum síðar og þegar þau komu fýrst fram á sjónarsviðið. Þessi hólmganga gengur eins og rauður þráður gegnum öll verkin. í „Hjarðljóðunum“, sem ort voru á árunum 42-39 f.Kr., þegar vá var fyrir dyr- um eftir morðið á Caesari, er t.d. að finna trúarlega spásögn um endurnýjun veraldar: goðkynjað barn fæðist, hjól tímans fara að snúast til baka, og eftir ýmsar sveiflur, nýja hetjuöld (“hinn mikli Akkiles er í annað sinn sendur til 102 malogmenning.is TMM 2000:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.