Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 7

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 7
Að „veita ánægju og forðast sárindi“: Um vingjarnleika sem dygð í kennslu Kristján Kristjánsson Háskólanum á Akureyri Er óvingjarnlegur kennari ódygðugur? Flestir nútíma siðfræðingar ættu erfitt með að svara þeirri spurningu játandi þar sem vingjarnleiki er venjulega ekki talinn til siðferðilegra dygða. Engu að síður vitum við að nemendur kvarta naumast sárar yfir neinu en því að kennarinn þeirra sé úrillur og amalyndur. Í dygðafræði Aristótelesar er ítarlega fjallað um óvingjarnleika og afbrigði hans sem löst. Í þessari ritgerð er sú umfjöllun rökstudd og um leið gerð grein fyrir siðlegu gildi svokallaðra mannasiða. Niðurstaðan er sú að mannasiðir, þar með vingjarnleiki, hafi sjálfstætt siðferðisgildi. Sjónum er beint að vingjarnleika sem dygð í kennslustofunni og nauðsyn þess að sýna þar aðgát í nærveru sálna. Siðferði og mannasiðir Hugsum okkur tvo grunnskólakennara, Öddu og Beggu. Adda er ekki mjög samviskusamur kennari. Hún stundaði alla tíð fulla vinnu með háskólanámi og vann sér kennaraprófið létt. Hún undirbýr sig ekki vel fyrir kennslu og er oft úti á þekju í tímum. Hún gætir þess að fara ekki of djúpt í efnið sem hún er að kenna enda óttast hún að þá kunni að vakna spurningar sem hún geti ekki svarað. Þess í stað slær hún á létta strengi og skemmtir sér við að kjamsa með nemendum á skólaslúðrinu. Hún undirbýr nemendur sína ekki vel fyrir frekara nám. En hún er mjúklynd, brosmild, kurteis og geðgóð og nemendum finnst hún næm fyrir tilfinningum þeirra, hlý og umhyggjusöm. Í næstu stofu kennir hins vegar Begga fræði sín. Begga er samviskusöm og vel undirbúin: setur efnið skýrt fram og gerir miklar kröfur til nemenda. Hún er vel að sér bæði um kennslugrein sína og kennslufræði hennar. Nemendur fá góða heimanfylgju frá henni til frekara náms. En gallinn við Beggu er sá að hún er óttalega úrill og amasöm á köflum. Hún hefur ekkert skopskyn og getur verið hryssingsleg við nemendur, allt að því dónaleg, þó að það bitni ekki á einum fremur en öðrum. Hún brýtur í sjálfu sér engar skólareglur eða skráðar siðareglur með framkomu sinni og nemendur skilja að henni er raunverulega annt um að þeir læri. En Begga er nú bara einu sinni eins og Begga er og nemendum þykir hún ekki nógu alúðleg í framgöngu. Siðfræðingar hafa í tímans rás haft yndi af að búa til lista yfir siðferðilegar dygðir fólks og lesti.1 Ekki þarf að skoða slíka lista lengi til að átta sig á hvar Öddu hefur orðið fótaskortur 2Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006, 2–11 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Hagnýtt gildi: Greinin getur haft hagnýtt gildi fyrir starfandi kennara, æfingakennara og skipuleggjendur kennaranáms. Kennarar munu átta sig betur á gildi vingjarnleika og skilja að hann er í raun siðferðisdygð og fagmennskuatriði, ekki bara kurteisisvenja. Æfingakennurum er bent á gildi þess að segja kennaranemum til um persónulega, ekki síður en tæknilega, þætti. Skipuleggjendur kennaranáms eru hvattir til að leggja meiri áherslu á fræðslu um siðferðisdygðir kennarans og stöðu hans sem siðferðilegrar fyrirmyndar og uppalanda. 1 Ég fylgi hér reglu Gísla heitins Jónssonar menntaskólakennara um að skrifa „dygð“ með einu g þegar það er dregið af „dugur“ og merkir hið sama og „mannkostur“ en „dyggð“ með tveimur g-um þegar það er dregið af „dyggur“. Þessi regla hefur verið að festast í sessi meðal íslenskra heimspekinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.