Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 10

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 10
5 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 vonskuverkum sínum – heldur einungis ánægja vegna þeirra verka sem góðum mönnum þættu ánægjuleg. En meðal þess sem hinum góðu þætti ánægjulegt eru snurðulaus samskipti manna á meðal á torgum og gatnamótum mannlífsins. Þeir góðu munu einnig kunna að meta gildi dægrastyttingar og hversdagsyndis því að maður er manns gaman (1995, I, bls. 365 [1127b33–1128a3]). Vingjarnleiki eflir allt þetta; og hann treystir samvinnu hins félagslega dýrs, mannsins, þegar sýsla þarf í sameiningu við verðug verkefni. Vingjarnleikinn er eins og lím sem bindur einstakling við einstakling og eflir samstarf þeirra og samskipti. Þetta skýrir, hygg ég, hvers vegna Aristóteles lítur á vingjarnleika sem siðferðilega dygð. Óvingjarnleiki og fleðuskapur eru lestir einmitt fyrir þá sök að þeir sem hafa tileinkað sér slíkar hneigðir ganga of skammt eða of langt í því að þægjast öðrum. Límið sem þeir mynda verður of veikt eða of sterkt fyrir farsæl mannleg samskipti. Hugsum okkur til að mynda hve það auðveldaði allt skólastarf ef kennarar og nemendur gætu unnið saman frá morgni til kvölds í anda alúðar og jákvæðni. Hugsum okkur hve stjórnmálunum væri betur háttað ef stjórnmálamenn aflegðu amasemi, raup og smjaður. Og þannig mætti lengi halda. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að það að „veita ánægju og forðast sárindi“ sé höfuðdygð sem trompi allar aðrar. Oft verður hún að víkja fyrir öðrum svo sem heiðarleika, réttlæti og virðingu; enginn vill til dæmis að kennarar segi nemendum ekki annað en það sem vekur þeim mesta stundaránægju, eins og Adda. Þótt þessi aristótelíska réttlæting á vingjarn- leika sé ekki um leið réttlæting þess að fólk fylgi í blindni öllum kurteisisvenjum og -siðum sem skapast hafa í mannlegum samskiptum þá segir það sig sjálft að mikilvægur þáttur vingjarnleika er að þýðast hefðbundna „mannasiði“: ögra þeim ekki eða storka að óþörfu heldur haga sér sem mest „eins og Rómverjarnir í Róm“. En þar með myndu ýmsir siðfræðingar setja upp síða brún: Leiðir þá vingjarnleiki ekki til gagnrýnislausrar klisjumennsku og flathyggju? Eru ekki siðir eitt og raunverulegt siðferði annað? Áður en við hugum nánar að vingjarnleika sem dygð í skólastofunni er rétt að velta því fyrir sér hvort unnt sé að skjóta skildi fyrir vingjarnlega framkomu fólks hvers við annað með viðurhlutaminni hætti en að hefja hana á stall sem siðferðisdygð á borð við heiðarleika eða réttlæti. Um það efni hafa nokkrir siðfræðingar skrifað í seinni tíð og við skulum gera okkur mat úr viðhorfum þeirra. Tveir aðrir kostir á að réttlæta vingjarnleika – og hvers vegna þeir mistakast Margir siðfræðingar munu telja að réttlætingu Aristótelesar á vingjarnleika skorti siðferðilega dýpt. Hún snúist öll um viðfelldni og ljúfleik í samskiptum, en sé í raun ekki annað en upphafning á afstæðum mannasetningum sem skorti þann ófrávíkjanleik og þunga er einkenni raunverulegar siðferðisdygðir. Nýlega hafa nokkrir siðfræðingar tekið sér fyrir hendur að réttlæta vingjarnleika og skylda „mannasiði“ á óaristótelíska vegu er hleypir þeim þó til sætis við háborð mannkostanna. Önnur hvor af tveimur meginleiðum er þá valin: smættar- leiðin, sem felst í því að „smætta“ (e. „reduce“) gildi mannasiða niður í gildi hefðbundinna siðferðisdygða – það er líta þannig á að gildi hinna fyrri sé ekki annað en gildi hinni síðari – eða sjálfgildisleiðin, sem felst í því að eigna mannasiðum sjálfstætt en ósiðferðisbundið gildi til hliðar við gildi siðferðisdygðanna. Ég mun færa að því rök að báðar þessar leiðir standi réttlætingu Aristótelesar að baki og þær brýni á endanum odda sem bíti þær sjálfar. Samkvæmt smættarleiðinni hafa vingjarn- leiki og aðrar kurteisisvenjur vissulega sið- ferðisgildi en það stafar einfaldlega af því að þær má (að hluta til) smætta niður í þekktar siðferðisdygðir. Smættarsinnar benda á að kurteisisvenjur byggi oft reynslubrú að þroska dygða: Við kennum barni að ryðja ekki í sig öllum sætindunum í afmælisveislunni löngu áður en við reynum (beinlínis) að kenna því dygðina hófsemi. Smættarsinnar minna einnig á að stundum velti dygðir á fremur Að „veita ánægju og forðast sárindi“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.