Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 11

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 11
6 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Að „veita ánægju og forðast sárindi“ tilviljanakenndan en þó eðlilegan hátt á afstæðum venjum. Það er til dæmis afstæð venja að aka hægra megin á veginum en ekki vinstra, en fyrst búið er að taka upp þann skikk þá er það orðið að lesti, sem haft getur alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu okkar og annarra, að brjóta gegn honum. Fáir myndu vísast afneita þessum staðreyndum. Smættarsinnarnir ganga hins vegar enn lengra með því að fullyrða að hegðunarvenjur hafi þá og því aðeins siðferðisgildi – og aðeins að því marki – sem þær séu birtingarmyndir hefðbundinna siðferðisdygða. Sarah Buss (1999) tjáir þetta viðhorf af mikilli hind í grein sem hún hefur ritað um kurteisi. Hún kannast við að ókurteisi sé dæmi um óvingjarnleika og óvingjarnleiki sé ámælisverður eiginleiki í fari fólks, rétt eins og Aristóteles hélt fram. En hvers vegna er það svo? Það er ekki fyrir þá sök, segir Buss, að óvingjarnleikinn sjálfur sé löstur og vingjarnleikinn dygð heldur vegna þess að sá sem er ókurteis við annan mann kemur fram við hann af óvirðingu – og óvirðingin er löstur. Á sama hátt er virðing dygð og sá sem er vingjarnlegur við náunga sinn auðsýnir þessa dygð (jafnframt því að vera vingjarnlegur). Með öðrum orðum: siðferðilegt gildi vingjarnleika er smættað niður í gildi virðingar. Nú verður því ekki á móti mælt að til eru ótal dæmi um fólk sem kemur í senn fram við aðra af (a) óvingjarnleika og (b) óvirðingu. Ugglaust er það algengara en ekki. En það þýðir ekki að (a) megi smætta niður í (b). Hyggjum aftur að henni Beggu sem kynnt var til sögu í upphafi máls. Hún er að sönnu óttalegt amakefli, en hún gerir ekki mannamun þótt hún sé skapstygg. Sá sem sýnir öðrum óvirðingu kemur fram við hann eins og hann sé minna verður en raunin er. Begga auðsýnir nemendum þá virðingu að gera kröfur til þeirra sem nemenda og reyna eftir fremsta megni að sá fróðleik í huga þeirra. Hún vanvirðir hvorki hópinn í heild af ásetningi né einstaka nemendur öðrum fremur. En þá má spyrja hvort virðingarleysi þurfi alltaf að vera ásetningsverk. Sá sem mætir á jarðarför í bleikum jakkafötum sýnir syrgjendum virðingarleysi jafnt þótt það hafi ekki verið ætlun hans heldur hafi fatavalið stafað af vangá eða kæruleysi. Má ekki segja það sama um Beggu: það er að hún sýni nemendum virðingarleysi með fruntaskap sínum þótt það sé ekki ætlun hennar heldur fremur óbein afleiðing þess að hún hefur ekki tamið sér næga skapstillingu? Því er til að svara að það myndi víkka út merkingu hugtaksins virðingarleysi úr öllu hófi ef við gerðum ráð fyrir því að í hvert sinn sem við mættum önugri framkomu eða óhugsaðri athugasemd frá náunganum hefði okkur verið sýnd óvirðing. Óvirðing er mjög alvarlegur löstur og það leiddi okkur á refilstigu pólitískrar rétthugsunar ef við teldum óvirðingu felast í hverju alúðarlausu, vanhugsuðu orði. Óvingjarnleiki er eitt, óvirðing annað; jafnvel þótt þetta haldist vissulega oft í hendur. Við sjáum þennan greinarmun líka í öðru samhengi í fari Öddu: Hún er vingjarnleikinn holdi klæddur en sýnir nemendum beinlínis úthugsaða óvirðingu með því að heykjast á að kenna þeim af bestu getu. Michael J. Meyer (2000) túlkar smættar- leiðina á annan hátt. Hann telur vingjarnleika og aðra kurteisi smættanlega niður í dygðina þegnvísi (e. „civility“). Þegnvísi kemur fyrir á mörgum hefðbundnum dygðalistum, ekki síst nú á tímum þegar ýmsir frömuðir siðferðis- kennslu í skólum telja nauðsynlegt að temja nemendum lýðræðislegan þegnskap eða borgaravitund (sjá Kristján Kristjánsson, 2003). Meyer hafnar því að þeir siðir og venjur sem gera fólki bærilegt að lifa saman í samfélagi eða fjölskyldu hafi sjálfstætt ósiðferðisbundið gildi; þvert á móti séu mannasiðirnir þrungnir siðgæði. En móthverfa þeirra allra sé einn og sami lösturinn: ruddaskapur (2000, bls. 77). Það er skrýtin kenning þegar hugað er að þeim þáttum sem Meyer telur þegnvísina setta saman úr: umburðarlyndi, sveigjanleika, sáttfýsi og þar fram eftir götum. Fljótt á litið virðist móthverfa umburðarlyndis vera umburðarleysi, sveigjanleika þvermóðska og sáttfýsi ósáttfýsi. Það skýrir hvorki né skerpir merkingu hugtaksins ruddaskapur að tefla því fram sem móthverfu allra þegnvísisþáttanna. Þvert á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.