Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 12

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 12
7 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 móti; hin eiginlega og sérstaka merking þess að vera ruddalegur og þar með óvingjarnlegur týnist. Það breytir því ekki að fólk sem er umburðarlaust, þvermóðskufullt og ósáttfúst í samskiptum við aðra er einatt óvingjarnlegt og ruddalegt líka. En ef það er óvingjarnlegt til viðbótar hinum löstunum sýnir það að óvingjarnleikinn er sjálfstæður löstur. Cheshire Calhoun (2000) skilur dygðina þegnvísi talsvert öðrum skilningi en Meyer og telur hana einkum birtast í vingjarnleika og kurteisi við aðra. Hún áttar sig á því að það rýrir hugtakaflóruna ófyrirsynju að reyna að smætta óþegnvísi niður í lesti á borð við umburðarleysi, ónærgætni eða virðingarleysi. En þótt Calhoun hafni með réttu einni tegund af smættun þá stingur hún illu heilli upp á annarri: Óþegnvísi er að hennar dómi ekki hið sama og óvirðing eða ónærgætni (því að maður getur auðsýnt öðrum óvirðingu án óþegnvísi, sbr. dæmið af Öddu, og virðingu án nokkrar sérstakrar þegnvísi, t.d. með því að gera skyldu sína án þess að sýna um leið af sér einhvern sérstakan vingjarnleika). Óþegnvísi er hins vegar, að dómi Calhoun, hið sama og að láta opinskátt í ljósi óvirðingu eða ónærgætni. Calhoun gerir þarna greinarmun sem vissulega skiptir máli í mannlífinu: muninn á því að vera haldinn lesti og að láta þennan sama löst opinskátt í ljósi. Mathákurinn er hóflaus í krafti ofáts síns en hann fer kannski vel með það og borðar einn heima í sínu horni. Rífi hann sig út á almannafæri með kjamsi og öðrum búkhljóðum er hann að láta löst sinn opinskátt í ljósi. Morgan Spurlock sem gerði heimildamyndina sögufrægu um McDonalds- hamborgarana og áhrif þess að eta stærstu gerð þeirra í hvert mál var ekki í raun haldinn lestinum hófleysi en hann lét samt slíkan löst í ljósi fyrir framan myndavélarnar að gefnu tilefni. Hyggjum nú að dæmi Calhoun sjálfrar: Hugsum okkur mann sem sér um inntöku nemenda í háskóla í Bandaríkjunum og á að fylgja reglu um viss forréttindi þeldökkra umsækjenda. Setjum sem svo að hann fylgi þessari reglu af samviskusemi og hleypi þeldökka umsækjandanum Aly inn. En um leið og Aly kemur til að taka við inntökuskjalinu lætur möppudýrið þessi orð falla: „Þú komst nú bara inn vegna þess að þú ert svartur“. Greining Calhoun á þessari sögu er sú að skrifstofumaðurinn hafi ekki auðsýnt virðingarleysi vegna þess að hann fór að settum reglum og virti Aly þannig ekki minna en hann átti rétt á. Skrifstofumaðurinn var hins vegar bersýnilega ókurteis og óvingjarnlegur – eða „óþegnvís“ í skilningi Calhoun. Hvers vegna? Jú, vegna þess að hann lét opinskátt í ljós virðingarleysi (2000, bls. 261). Mér virðist hins vegar að þetta sé langsótt lýsing á því sem þarna átti sér stað. Það er vissulega rétt að skrifstofumaðurinn var ókurteis og óvingjarnlegur við Aly, en hann var ekki ókurteis og óvingjarnlegur vegna þess að hann lét opinskátt í ljósi löst sem var ekki raunverulega hans. Ég álít þvert á móti að skrifstofumaðurinn hafi sýnt Aly óblandna óvirðingu, því þótt hann hleypti honum inn eins og lög gerðu ráð fyrir gaf hann fyllilega í skyn með orðum sínum að Aly hefði ekki átt skilið að komast að og væri því minna verður en aðrir sem fengu að innritast. Óvirðingin var ráðandi í fari hans; lösturinn var ekki aðeins sýnd veiði heldur gefin. Þar fyrir utan var skrifstofumaðurinn vitaskuld sérlega ósmekklegur og óvingjarnlegur í framkomu, en það er önnur saga. Höfuðgallinn við allar smættarleiðirnar, það er leiðirnar sem smætta siðlegt gildi vingjarnleika niður í gildi annarra dygða (gefinna eða sýndra), er að þessar leiðir styrkja í raun skilsmuninn á mannasiðum og siðferði: muninn sem þeim var þó ætlað að dempa. Ástæðan er sú að engin smættanna nær að höndla það sem er ósiðlegt í fari Beggu eða annarra óvingjarnlegra einstaklinga og þess vegna hyllumst við enn frekar en ella til að skýra það sem smekkleysu fremur en siðleysu. Hin meginleiðin til að halda uppi vörnum fyrir mannasiði felst einmitt í því að mikla upp muninn á þeim og siðferði. Judith Martin (þekkt í Bandaríkjunum sem dálkahöfundurinn „Miss Manners“) heldur óspart á lofti kenningunni um sjálfstætt ósiðferðisbundið gildi mannasiða. Að „veita ánægju og forðast sárindi“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.