Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Side 15

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Side 15
10 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Að „veita ánægju og forðast sárindi“ kennslustílum kennara er hér að ýmsu leyti ákjósanlegri en leið Fenstermachers, enda gefur Hansen sér ekki fyrirfram að einhverjir tilteknir þættir í fari kennara séu utangátta við siðferðilegt mat. Hansen beinir sjónum að þeirri heildarmynd sem kennarinn dregur upp af sjálfum sér með framgöngu sinni og framkomu og hvaða siðleg áhrif sú mynd hefur á nemendur. Ég mæli með grein Hansens sem skylduefni fyrir alla verðandi kennara. Burtséð frá efasemdum mínum um aðferðafræði Fenstermachers ber þess þó að geta að lærisveinar hans hafa framkvæmt ýmsar athyglisverðar rannsóknir með forsendur meistarans að leiðarljósi. Má þar meðal annars nefna rannsókn Catherine Fallona (2000) sem kannaði (með vettvangsathugunum, myndbandsupptökum og viðtölum) hvernig hinar aristótelísku siðferðisdygðir birtast í fari ólíkra kennara. Meðal dygðanna sem hún athugaði var vingjarnleikinn er gerður hefur verið að umtalsefni í þessari ritgerð. Sem betur fer virðist Fallona ekki hafa áttað sig á því að sumir þættirnir sem hún athugaði í því sambandi falla fremur undir það sem lærifaðirinn hefði kallað (ósiðferðisbundinn) „kennslustíl“ en (siðferðisbundna) „framgöngu“. Sú aðferða- fræðilega yfirsjón hennar eykur þó fremur en rýrir gildi rannsóknarinnar. Mig langar til að ljúka máli mínu með stuttri athugasemd um kennaranám. Þrátt fyrir hinn aukna skilning sem áður var nefndur á siðlegu hlutverki kennarans er skipuleg fræðsla um þau efni í námi verðandi kennara víðast hvar enn í reifum. Fenstermacher (1999) er meðal þeirra sem telja nauðsynlegt að gera bragarbót þar á. Það er að vísu engin algild regla að áhersluþættir verði því fyrirferðarminni í starfi nýrra kennara sem minna hefur verið í þá lagt í kennaranáminu; margt síast inn í nemendur án skipulegrar fræðslu. Engu að síður álít ég að það ætti að vera kappsmál þeirra sem skipuleggja kennaranám að efla fræðslu um kennarann sem siðferðilega fyrirmynd – og þjálfun kennaranema sem slíkra fyrirmynda. Til slíks eru líka tól og tæki nú á dögum sem ekki voru fyrir hendi á tíma Aristótelesar. Það getur til dæmis verið árangursríkt að láta kennaranema horfa á myndbandsupptöku af eigin framgöngu í kennslustund og láta þá gagnrýna hana eftirá út frá siðferðilegum – ekki síður en kennslufræðilegum – sjónarhóli. Hefði slík kennsla getað hjálpað Beggu okkar? Aristóteles var tortrygginn á að hægt væri að berja í siðferðisbresti hjá fullorðnu fólki; áhersla hans var öll á siðlegt uppeldi barna og unglinga. En hann taldi engu að síður hægt að fínpússa siðferði vel uppalins og sómakærs fólks er barndómi sleppir – og við verðum að vona að Begga, sem og flestir kennaranemar, falli í þann flokk. Ég er að minnsta kosti á því að stórum meiri von sé til þess að unnt sé að lagfæra annmarka á borð við vanhugsaðan óvingjarnleika hjá fólki sem komið er á fullorðinsaldur en alvarlegri bresti á borð við skipulegt virðingarleysi, eins og Adda auðsýnir. Begga hefði því getað bætt sig ef gripið hefði verið í taumana fyrr. Því miður segja kennaranemar mér að æfingakennarar þeirra séu einatt tregir að segja þeim til um „persónulega ágalla“ í kennslu, af ótta við að særa þá sem persónur, en einbeiti sér fremur að „faglegum mistökum“. Slíkt er afleitt, ef satt er, og byggist í raun á of þröngum skilningi á fagmennskuhugtakinu. Fagmennska kennara, rétt eins og læknis eða hjúkrunarfræðings, felur í sér persónulega og siðferðilega þætti á borð við vingjarnleika. Svo mikilvægt sem það er að efla umræður um dygðir kennarans í siðfræðinámskeiðum í kennaranámi þá skiptir hitt enn meira máli að þeim boðskap sé fylgt eftir í æfingakennslu og vettvangsnámi úti í skólunum. Því miður er engin trygging fyrir því að þótt almenn kennsla um siðferðisdygðir kennarans verði efld í kennaranámi þá fái vingjarnleikinn að njóta þar sannmælis. Sem fyrr segir hefur það verið lenska hjá nútíma siðfræðingum að hunsa þá aristótelísku dygð. Ég hef hins vegar fært rök að því á þessum blöðum að sú vanræksla sé í senn ástæðulaus og varhugaverð: Það er sönn dygð, ekki síst hjá kennurum, að reyna að „veita ánægju og forðast sárindi“ þegar skyldi og eins og skyldi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.