Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 17

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 17
Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 12 Mótun skólastarfs: Hver er hlutur kennara? Amalía Björnsdóttir, Börkur Hansen og Ólafur H. Jóhannsson Kennaraháskóla Íslands Stjórnun og rekstur grunnskóla á Íslandi færðist frá ríki til sveitarfélaga árið 1995. Sú ákvörðun var hluti af víðtækari stefnumörkun um dreifstýringu sem finna má í grunnskólalögunum frá 1995. Í rannsókn frá 2001 var könnuð afstaða skólastjóra til þessara breytinga og leiddi hún í ljós mikla ánægju með þær. Önnur rannsókn var gerð árið 2003 og þá var kannað viðhorf skólastjóra, kennara og fulltrúa foreldra í fjórum grunnskólum til þessara mála. Niðurstöður voru svipaðar og í fyrri rannsókninni. Þó lýstu kennarar í tveimur skólum, í stórum fræðsluumdæmum með tiltölulega öflugar fræðsluskrifstofur, áhyggjum yfir því í hve ríkum mæli fræðsluyfirvöld reyndu að hafa áhrif á áherslur í störfum þeirra. Kennararnir í þessum skólum voru einnig ósáttir við hversu lítil áhrif þeir hefðu á stjórnun skólans og starfshætti. Í ljósi þessara niðurstaðna var gerð ný rannsókn þar sem kastljósinu var beint að viðhorfum kennara til þess hver áhrif þeirra væru á starfsemi skóla. Spurningalisti var sendur til 750 kennara úrtaks vorið 2005. Niðurstöður benda til þess að talsverður munur sé á því hvernig kennarar meta faglegt sjálfstæði síns skóla annars vegar og eigið faglegt sjálfstæði hins vegar. Niðurstöður leiða einnig í ljós að kennarar vilja almennt hafa meiri áhrif á ákvarðanir sem teknar eru í skólum þeirra. Einnig kemur fram að kennarar telja að kröfur til þeirra hafi aukist verulega á undanförnum árum. Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006, 12–24 Rekstur grunnskóla var færður frá ríki til sveitarfélaga árið 1995. Grunnur að þessari breytingu var lagður í skýrslu Nefndar um mótun menntastefnu sem skipuð var af menntamálaráðherra (Nefnd um mótun menntastefnu, 1994) og framkvæmdin síðan nánar útfærð í lögum og reglugerðum sem menntamálaráðuneyti gaf út í kjölfar skýrsl- unnar. Í fyrrnefndri skýrslu er dreifstýring lykilhugtak þar sem áhersla er lögð á aukið sjálfstæði skóla, bæði grunn- og framhalds- skóla. Sú áhersla er í samræmi við breytingar sem orðið höfðu á Norðurlöndunum áratuginn á undan (sjá t.d. Helgesen, 2000) þar sem gerð er grein fyrir þróuninni á Norðurlöndum í átt til dreifstýringar. Sömu áherslu á dreifstýringu er einnig að finna í alþjóðlegum skýrslum um menntastefnu, svo sem í OECD–skýrslunum, Schools Under Scrutiny (1995) og Evaluating and Reforming Education Systems (1996). Í skýrslu Nefndar um mótun menntastefnu er lögð áhersla á mikilvægi þess að skólar hafi sem mest sjálfstæði um eigin málefni og að fagleg forysta sé á ábyrgð skólastjóra. Tekið er fram að skólastjóri beri ábyrgð á öllu starfi þess skóla sem hann stýrir og áhersla er lögð Hagnýtt gildi: Könnun á viðhorfum kennara til faglegs sjálfstæðis skóla og eigin faglegs sjálfstæðis getur haft margvíslegt hagnýtt gildi. Niðurstöður gefa t.a.m. bæði sveitarfélögum og skólastjórnendum vísbendingar um hvar kennarar telja að skórinn kreppi í þessum efnum og því er unnt að taka tillit til óska þeirra eða viðhorfa við stefnumótun og framkvæmd skólastarfs. Skýrt kemur fram að í ýmsum málaflokkum er misræmi milli þess hversu mikil áhrif kennarar vilja hafa og hversu mikil áhrif þeir telja sig hafa í raun. Þá er umhugsunarefni hvernig auka má stuðning við kennara í starfi til að vega á móti þeim auknu kröfum sem þeir telja sig finna fyrir bæði frá skólastjórum, sveitarfélögum og foreldrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.