Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 18

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 18
13 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 á gæða- og þátttökustjórnun. Í skýrslunni segir að starfsfólk skólans „beri þannig sameiginlega ábyrgð á árangri skólastarfsins undir faglegri forystu skólastjóra. Krafan um skipulagða gæðastjórnun í skólum er sett fram sem eðlilegur hluti af auknu sjálfstæði og sjálfsforræði skólanna, samfara því að dregið er úr íhlutun stjórnvalda um innra starf þeirra“ (Nefnd um mótun menntastefnu, 1994, bls. 12). Segja má að hugmyndir um heimastjórnun (sjá t.d. Börk Hansen, 2004) og sjálfsstjórnun skóla (sjá Caldwell og Spinks 1988, 1992) sé ráðandi í skýrslu nefndarinnar en hugmynda af því tagi gætti mjög á þessum tíma (sjá t.d. Murphy, Beck, Knapp og Portin, 2003). Í skýrslunni er því lögð áhersla á heimastjórnun skóla og hefur sú áhersla skýra vísun í sjálfsstjórnunarlíkan sem þróað var af Caldwell og Spinks (1988, 1992). Ný lög um grunnskóla þar sem áhersla var lögð á sjálfstæði skóla og forræði heimamanna tóku gildi árið 1995. Framkvæmd skólastarfs færðist til sveitarfélaganna, skólanefndir fengu aukna ábyrgð, fræðsluskrifstofur menntamála- ráðuneytisins í hverju fræðsluumdæmi voru lagðar af og grunnur lagður að stofnun skólaskrifstofa á ábyrgð heimamanna. Áhrif foreldra voru aukin, sjálfsmat skóla var leitt í lög og sjálfstæði skólastjóra jókst, svo nokkur veigamikil atriði séu nefnd. Líta má á öll þessi atriði sem skref í átt að aukinni dreifstýringu sem miðaði að því að flytja ákvarðanir um framkvæmd skólastarfs nær foreldrum, starfsmönnum skóla og yfirvöldum í heimabyggð. Hlutverk menntamála ráðu- neytisins eftir breytinguna er einkum að móta inntak náms og birta það í námskrám, annast framkvæmd ytra mats á skólum og ábyrgjast framkvæmd samræmdra prófa. Segja má að sjálfstæði skóla hafi enn verið aukið með kjarasamningi við grunnskóla­ kennara fyrir tímabilið 2001–2004. Auk almennra launaákvæða var í samningnum að finna stefnumarkandi yfirlýsingar um lykilhlutverk skólastjóra og mikilvægi virkrar starfsmanna stjórnunar, ákvæði sem heimiluðu að ráða millistjórnendur og aukið svigrúm skólastjóra til að ráðstafa tíma kennara til sameiginlegra starfa. Í fyrri samningi gátu skólastjórar ráðstafað þremur klukkustundum á viku af vinnuskyldu kennara til annarra starfa en kennslu og undirbúnings hennar en í þessum nýja samningi var sá tími lengdur í 9,14 klst. Í nýja samningnum var einnig lögð áhersla á að auka þátttöku kennara í stefnumörkun og framkvæmd skólastarfs. Tekið er fram að auknu sjálfstæði skóla fylgi meiri ábyrgð kennara á þróun skólastarfs, bæði einstaklingsbundin ábyrgð og sameiginleg. Lögð er áhersla á samstarf kennara en í samningnum fyrir tímabilið 2001–2004 segir m.a. (bls. 11): Með aukinni verkaskiptingu milli kennara gefast betri tækifæri til að hagnýta bæði getu einstakra kennara og alls kennarahópsins. Með minni miðstýringu bera kennararnir bæði hver fyrir sig og sameiginlega meiri ábyrgð á starfi skólans og skólaþróun á hverjum stað. Samstarf við skipulagningu, útfærslu og eftirfylgni í skólastarfinu verður þar með eðlilegur hluti af starfi kennarans. Þetta gefur einnig tækifæri til framgangsmöguleika og starfsþróunar í grunnskólum. Annar kjarasamningur við kennara var undirritaður síðla hausts árið 2004 eftir sex vikna verkfall kennara. Samningur þessi gildir fyrir tímabilið 2005–2007 (Kjarasamningar launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands fyrir grunnskóla 2005–2007). Þessi samningur byggist á fyrri samningi með viðaukum. Ýmsir líta svo á að í þessum samningi sé nokkurt afturhvarf til fyrra horfs. Í honum er skýrt tekið fram hversu miklum tíma skuli verja til kennslu og undirbúnings hennar. Tíminn sem skólastjóri hafði til ráðstöfunar var minnkaður úr 9,14 klst. í 4,14 klst. á viku eða um 5 klst. Forystumenn sveitarfélaga litu á þessa breytingu sem skref aftur á bak í þeirri viðleitni að auka sjálfstæði grunnskóla og sveigjanleika við stjórnun þeirra. Mótun skólastarfs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.