Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 19

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 19
14 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Mótun skólastarfs Skömmu eftir gildistöku kjarasamningsins árið 2001 var gerð rannsókn á viðhorfum skólastjóra til þeirra breytinga í átt að aukinni dreifstýringu sem grunnskólalögin frá 1995 höfðu í för með sér (Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir 2002). Í rannsókninni var einkum leitað eftir mati skólastjóra á eftirfarandi (1) áhrifum yfirfærslunnar á mikilvæga þætti í starfsemi skóla, (2) möguleika skólastjóra á að hafa áhrif á framkvæmd mála, (3) hvort breytingarnar væru til batnaðar og (4) forgangsröðunar verkefna hjá skólastjórum (bls. 109). Niðurstöður sýna að skólastjórar eru almennt mjög ánægðir með þá stefnu sem í lögunum fólst og þeir telja að ytri aðstæður og innra starf skólanna fari batnandi. Þeir telja hlutverk sitt yfirgripsmeira en áður og það gefi þeim aukin færi á að móta starf skólanna. Þeir telja sig einnig hafa fengið meira sjálfstæði og ábyrgð í fjármálum og mannaforráðum. Árið 2003 rannsökuðu sömu höfundar viðhorf skólastjóra, kennara og fulltrúa foreldra í fjórum grunnskólum (Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir 2004). Rannsóknin leiddi í ljós almenna ánægju með meginstefnu grunnskólalaganna frá 1995. Þó eru kennarar í tveimur sveitarfélögum, sem reka tiltölulega öflugar skólaskrifstofur, ósáttir við í hve ríkum mæli skólaskrifstofurnar reyna að hafa áhrif á störf þeirra. Þeir voru einnig ósáttir við að hve litlu leyti kennarar hefðu áhrif á þróun og stjórnun skólanna sem þeir störfuðu við. Í ljósi niðurstaðna þessara tveggja rannsókna var þeirri þriðju hleypt af stokkunum til að kanna nánar viðhorf grunnskólakennara, einkum það hversu mikil áhrif þeir teldu sig hafa á stefnumótun og framkvæmd skólastarfs1. Kannað var viðhorf kennara til sjálfstæðis skóla, faglegs sjálfstæðis kennara, þátttöku í ákvörðunum, hversu ánægðir þeir væru með hvernig ákvarðanir eru teknar og í hve ríkum mæli þeir tækju þátt í samstarfi innan skólanna. Í næstu köflum er greint frá rannsóknaraðferð og meginniðurstöður kynntar. Aðferð Spurningalisti var sendur með bréfi heim til 750 grunnskólakennara sem valdir voru með slembiúrtaki. Listinn var sendur út í apríl og höfðu svör borist í júní 2005. Úrtakið var fengið úr félagaskrá grunnskólakennara hjá Kennarasambandi Íslands. Fjöldi grunnskóla- kennara var 4.725 í október 2005 (Hagstofa Íslands, 2006). Spurningar byggðust á þeim atriðum sem getið var hér að framan. Listinn var forprófaður á tíu kennurum. Tvö ítrekunarbréf voru send þátttakendum. Svör bárust frá 264 kennurum. Svarhlutfall var því aðeins um 35%. Svörin endurspegluðu vel hlutfall kynja og dreifingu eftir landsvæðum. Niðurstöður Þversnið svarenda Af þeim sem svöruðu spurningalistanum voru 83% konur og 17% karlar en samkvæmt tölum frá Hagstofunni (2006) voru um 78% starfsmanna við kennslu í grunnskólum konur. Um 11% voru 60 ára eða eldri, 22% voru 50– 59 ára, 32% voru 40–49 ára, 27% á aldrinum 30–39 ára og 8% yngri en 30 ára. Samkvæmt tölum Hagstofu (2006) er 7,1% kennara 60 ára og eldri, um 24% á aldrinum 50–59 ára, 30% eru 40–49 ára, 27% eru 30–39 ára og 11% yngri en 30 ára. Ríflega helmingur þátttakenda hafði yfir 11 ára kennslureynslu og 30% þeirra höfðu 21 árs reynslu eða meira. Um þriðjungur hafði 11–20 ára reynslu sem kennarar, 14% höfðu 6–10 ára reynslu og 27% höfðu fimm ára reynslu eða skemmri. Sjálfstæði Þess var getið hér að framan að undanfarinn áratug hefur verið lögð áhersla á aukið sjálfstæði skóla. Þetta kemur fram bæði í grunnskólalögum og kjarasamningum kennara. 1 Rannsóknina gerðu Amalía Björnsdóttir, Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.