Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 23

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 23
18 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Mótun skólastarfs í grunnskólum. Því voru kennarar inntir eftir því hversu mikil samvinna væri meðal þeirra og einnig hversu mikil hún væri við hagsmunaaðila utan skólans. Um 51% kennara kvaðst eiga samstarf við skólastjóra en 49% kváðu samvinnu við skólastjóra litla. Um 63% kennara sögðu samvinnu við millistjórnendur talsverða en 37% sögðu hana litla. Fjórða mynd sýnir samvinnu kennara almennt og einnig samvinnu kennara sem kenna sama árgangi nemenda. Á myndinni sést að 63% kennara telja að samvinna meðal kennara sé umtalsverð en 37% telja hana fremur litla. Um 86% kennara segja að samvinna kennara innan sama árgangs nemenda sé mikil en um 14% telja hana litla. Í stefnumarkandi gögnum um grunnskóla er lögð áhersla á samvinnu við hagsmunaaðila utan skólans. Um 66% kennara telja sig hafa mikla samvinnu við fólk utan skólans en 11 31 4 3 66 27 5 2 42 37 20 2 63 0 10 20 30 40 50 60 70 80 Mjög lítil Fremur lítil Frekar mikil Mjög mikil % Reykjavík Höfuðborgarsvæðið Landsbyggð 5. mynd. Samvinna við skólaskrifstofur eftir svæðum Myndin sýnir að almennt er samvinna við skólaskrifstofur takmörkuð. Um 94% kennara í Reykjavík telja hana litla. Sama á við um 93% kennara af höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og 79% af öðrum stöðum. Aðeins um 6–7% kennara í Reykjavík og nágrenni telja að samvinna við skólaskrifstofu sé mikil en um 22% kennara á öðrum stöðum eru sömu skoðunar. Kröfur og væntingar til kennara Auk þeirra atriða sem þegar hafa verið rakin töldum við áhugavert að spyrja kennara með meira en fimm ára starfsreynslu hvort þeir teldu að þrýstingur á kennara og væntingar til þeirra hefðu aukist. Með þrýstingi er átt við beinar og óbeinar kröfur til kennara. Margir kennarar hafa haft orð á því, einkum óformlega, að dreifstýringin hafi krafist meiri ábyrgðar af kennurum. Um 50% kennara með yfir fimm ára starfsreynslu telja að þrýstingur á þá hafi aukist umtalsvert undanfarin ár en um 47% þeirra telja að hann hafi ekki breyst ð undanförnu. Um 50% segjast finna aukinn þrýsti g frá skólastjórum og um 69% töldu að þrýstingur frá foreldrum hefði aukist. Þá töldu um 64% að um aukinn þrýsting frá skólaskrifstofum væri að ræða. Um 58% þessar kennara sögðu að álag í kennslustundum hefði aukist. Um 19% þessara kennara álitu að eftirlit hefði aukist en um 70% töldu það óbreytt. 5. mynd. Samvinna við skólaskrifstofur eftir svæðum. 12 Á 6. mynd sést hvernig kennarar skynja breyttar kröfur frá skólaskrifstofum í mismunandi landshlutum: 20 38 41 2 2 14 43 39 3 1 50 30 16 2 0 10 20 30 40 50 60 70 80 Mun inni Minni Svipaðar Meiri Mun meiri % Reykjavík Höfuðborgarsvæðið Landsbyggð 6. mynd. Breytingar á kröfum frá skólaskrifstofum undanfarin fimm ár Tengslin milli staðsetningar skóla og hversu miklar breytingar hafa orðið á röfum frá skólaskrifstofum undanfarin fimm ár að mati kennara eru marktæk ( 2(8)=30,20, p<0,001). Glöggt á sjá að kennarar á höfuðborgarsvæðinu telja í ríkara mæli en kennarar nnars staðar á landinu að þrýsti gur á þá hafi aukist. Um 79% kennara í Reykjavík telja að hann hafi aukist, um 82% kennara á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur eru sama sinnis en aðeins 46% kennara á öðrum stöðum landsins eru þessarar skoðunar. Umræða Einn megintilgangurinn með þeim breytingum sem urðu með grunnskólalögunum 1995 og tilheyrandi stefnumörkunarplöggum um menntamál var að auka sjálfstæði grunnskóla og hvetja til skólaþróunar. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að kennarar telji almennt að faglegt sjálfstæði grunnskóla sé verulegt. Um 39% kennara telja að á þessu hafi engin breyting orðið frá 1995 en um 43% þeirra telja að sjálfstæði skóla hafi vaxið síðan þá. Um 18% álíta að faglegt sjálfstæði skóla hafi minnkað. Þetta rímar vel við niðurstöður rannsóknar Barkar Hansen, Ólafs H. Jóhannssonar og Steinunnar Helgu Lárusdóttur (2002) 6. mynd. Breytingar á kröfum frá skólaskrifstofum undanfarin fimm ár.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.