Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 25

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 25
Mótun skólastarfs Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 20 kennarar líti á sig sem undirmenn fremur en samstarfsmenn stjórnenda um stjórnun skólans. Sé síðarnefnda atriðið raunin er það aðkallandi viðfangsefni að minnka þann mun sem um ræðir með aukinni ráðgjöf og endurmenntun þeirra sem fara með stjórnunarstörf í grunnskólum. Þó kann ávallt að vera munur á því hvernig kennarar skynja faglegt sjálfstæði sitt og faglegt sjálfstæði skóla. Víðtækari rannsóknir þarf því að gera á þessu til að öðlast á því betri skilning. Þá ber að hafa í huga að svarhlutfall í könnuninni var fremur lágt. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna jafnframt að kennarar vilja taka virkari þátt í ákvörðunum á mörgum mikilvægum sviðum en þeir telja sig gera. Fram kemur eindreginn vilji þeirra til að eiga afdráttarlausa aðild að stjórnun og þróun grunnskólans. Kennarar segja að áhrif þeirra á ákvarðanir á mörgum sviðum skólastarfs séu takmörkuð. Þetta á til dæmis við um þróunarverkefni, sérkennslu, símenntunaráætlanir og sjálfsmat en allir þessir þættir eru óaðskiljanlegur hluti af störfum kennara. Aftur skal bent á að stjórnunarhættir kunna að geta skýrt muninn á því að vilja hafa áhrif og hafa raunveruleg áhrif, þ.e. svo virðist sem stjórnendur grunnskóla hafi ekki fært það áhrifavald til kennara sem þeir vildu gjarnan hafa. Þetta virðist einkum eiga við um kennara með fremur stuttan kennsluferil. Sá kennarahópur virðist því vera auðlind sem nýta má betur og markvissar í þágu skólastarfs. Að stjórnunarháttum frátöldum kann þessi munur að skýrast af valdabaráttu milli kennara og yfirstjórnenda skóla. Með grunnskóla­ lögunum frá 1995 og í þeim kjarasamningum sem fylgdu í kjölfarið var dregið umtalsvert úr valdi hins almenna kennara við stjórnun grunnskóla frá því sem áður var. Sá tími sem skólastjóri fékk til að ráðstafa vinnu kennara utan kennslu var lengdur í kjarasamningunum 2001–2004 eins og áður segir en síðan styttur verulega í samningunum 2005–2007 eftir harðvítugt verkfall. Kröfur um hlutdeild og áhrif kunna því að skýrast að einhverju leyti af beinni og dulinni valdabaráttu um stjórnun innri málefna grunnskólans. Í þessu samhengi má benda á rannsókn Möller (1999) í norskum skólum á tilraun til að auka ráðstöfunartíma til stjórnunar og skýrði hún niðurstöður sínar um bágann árangur einkum með valdabaráttu kennara og stjórnenda. Eitt af því sem sjónum var beint að í rannsókn þeirri sem hér um ræðir var samvinna. Um 63% kennara segja að samvinna meðal kennara almennt sé veruleg, en um 37% þeirra telja að samvinna sé fremur takmörkuð. Þessi niðurstaða vekur athygli því að undanförnu hefur verið lögð mikil áhersla á aukið samstarf kennara, í þeim stefnumótunar plöggum sem greint var frá hér að framan og einnig í kjarasamningum kennara. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að veruleg samvinna er meðal kennara sem kenna sama árgangi. Þetta felur í sér að samvinnan virðist að miklu leyti snúast um skipulagningu kennslu og val á námsefni, námsmati og prófum fyrir viðkomandi árgang. Þessi niðurstaða og munurinn á æskilegum áhrifum og raunverulegum áhrifum kennara í ákvörðunum um mikilvæg málefni vekja áfram spurningar um aðild kennara að stjórnun og mótun skólastarfs. Kennarar virðast ekki eiga þá aðild að mikilvægum samvinnuverkefnum, svo sem þróunarvinnu, símenntun og sjálfsmati, sem þeir kjósa. Því virðist ljóst að betur þurfi að huga að því hvernig má efla þátttöku kennara og faglega aðild þeirra að mótun skólastarfs. Niðurstöður okkar leiða einnig í ljós að kennarar segjast finna aukinn þrýsting frá skólastjórum, skólaskrifstofum og foreldrum. Það má túlka sem afleiðingu af því að færa skólann nær þeim sem þjónustu hans eiga að njóta; að færa grunnskólann til sveitarfélaga, með sjálfræði í stofnun skólaskrifstofa og með aukinni ábyrgð skólastjóra sem forstöðumanns og faglegs leiðtoga. Erfitt kann að vera að finna æskilegt jafnvægi í þessum efnum. Þrýstingur frá þeim sem bera hag grunnskólans fyrir brjósti er eðlilegur og oft leiðir hann til þróunar og framfara. Á hinn bóginn getur skapast sú hætta að of mikil afskipti leiði til mótstöðu og stöðnunar. Athygli vekur að kennarar í Reykjavík og nágrenni telja sig verða fyrir meiri afskiptum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.