Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 26

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 26
21 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 skólayfirvalda en félagar þeirra annars staðar á landinu. Um 94% kennara í Reykjavík segja einnig að samstarf sitt við skólaskrifstofu sé lítið. Skólaskrifstofur sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu eru almennt vel búnar og hafa á að skipa starfsfólki með fjölþætta sérþekkingu, en sama verður ekki sagt um skólaskrifstofur í hinum dreifðu byggðum. Því er mikill munur milli sveitarfélaga á því hversu miklar faglegar kröfur skólaskrifstofur gera. Þetta er í samræmi við fyrri niðurstöður rannsóknar Barkar Hansen, Ólafs H. Jóhannssonar og Steinunnar Helgu Lárusdóttur (2004, bls. 13) á viðhorfum skólastjóra, kennara og fulltrúa foreldra í fjórum grunnskólum á mismunandi stöðum á landinu: Í fjölmennu sveitarfélögunum tveimur virðist sem kennurum finnist afskipti fræðsluyfirvalda og skólaskrifstofa af skólastarfinu vera of mikil, þeir tala um „miðstýringaráráttu“ og telja svo mikil afskipti ekki vera í samræmi við hugmyndir um aukið sjálfstæði skóla. Vart þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að kennurum finnist stefnumörkun skólanefnda taka mið af og styðja við veruleika daglegs skólastarfs. Ljóst er að hið aukna vald sem skólanefndir hafa samkvæmt lögum er vandmeðfarið og mikilvægt að ekki myndist of mikið misræmi á milli þess sem skólanefndir telja mikilvægt og þeirra atriða sem kennarar leggja áherslu á. Niðurstöður okkar benda til þess að afskipti skólaskrifstofa á höfuðborgar svæðinu séu e.t.v. ívið of mikil. Nokkur þessara sveitarfélaga hafa gefið út skólastefnu þar sem m.a. er fjallað um skipulag og inntak skólastarfs í sveitarfélaginu. Í sumum þessara plagga er að finna staðhæfingar sem kennarar geta litið á sem íhlutun í málefni og ákvarðanir sem ættu að vera á ábyrgð skólans. Þetta kann að vinna gegn faglegri sjálfsábyrgð kennara. Samvinna og hæfilegur þrýstingur er æskilegur en séu afskipti of mikil getur skapast mótstaða og streita. Sé þrýstingur aftur á móti nánast enginn getur það ástand leitt til stöðnunar og versnandi starfshátta. Að mati Leithwood og félaga (2001) er listin í þessu sambandi einkum sú að efla þá faglegu forystu sem er til staðar innan skólanna með virkum stuðningi af hálfu skólaskrifstofa; stuðningi sem hvetur og styður við breytingar til framþróunar náms og kennslu. Þeir benda einnig á mikilvægi þess að skólaskrifstofur lagi sig að aðstæðum og þróist og breytist í samræmi við þær, að öðrum kosti viðhaldi þær einkum ríkjandi ástandi og stuðningur þeirra verði ekki í samræmi við þarfir skólanna. Niðurstaða Dreifstýring hefur tekist vel að mati skólastjóra grunnskóla og svo virðist að kennarar og for­ eldrar séu sama sinnis. Niðurstöður Barkar Hansen, Ólafs H. Jóhannssonar og Steinunnar Helgu Lárusdóttur (2002, 2004) styðja þá skoðun. Niðurstöður þessarar könnunar benda þó til þess að fagleg forysta og áhrifavald kennara sé ekki í nógu góðu samræmi við þá yfirlýstu stefnu að auka sjálfstæði þeirra og áhrif á mótun skólastarfs, bæði sem einstaklinga og fagstéttar. Stór hluti kennara virðist líta á sig sem undirmenn með takmörkuð áhrif á ákvarðanir, stefnu og starf skólans. Samvinna þeirra er einkum við kennara sem kenna sama árgangi og þeir telja að þrýstingur á þá, bæði innan skóla og utan frá, hafi aukist á síðustu árum. Í kjarasamningi kennara frá 2001 var skólastjórum veitt heimild til að ráða deildar­ stjóra til að styrkja stjórnun skólanna. Því er nú í öllum stórum og meðalstórum skólum að finna 2–3 deildarstjóra sem mynda stjórnunarteymi ásamt skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Þessi aðgerð eykur á stigskipt vald innan skólans og þar með líkur á að hinn almenni kennari fjarlægist þá sem ákvarðanir taka um ýmis málefni sem snerta kennara með beinum hætti. Samkvæmt Mintzberg (1979) má því segja að valddreifing innan skólans sé frekar lóðrétt en lárétt og vert er að gefa gaum að þeim áhrifum sem það kann að hafa á viðhorf kennara til starfa sinna. Mótun skólastarfs
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.